KVENNABLAÐIÐ

Kendra Wilkinson skilin eftir 10 ára hjónaband

Raunveruleikastjarnan og fyrrum kanínan, Kendra Wilkinson, staðfesti á Instagram að hún og Hank Baskett eru skilin. Kendra játaði að hún myndi alltaf elska Hank, en eftir erfiða ákvarðanatöku varð skilnaður ofan á. Gula pressan hefur verið að spá skilnaði um hríð og nú virðist sem það hafi verið rétt: „Ég gerði allt sem ég gat. Það var ekki nógu gott. Ég mun alltaf elska hann og hjarta mitt er opið honum. Ég trúði á „að eilífu“ – ég gerði það í raun og veru. Þessu var ekki ætlað að gerast,“ segir hún. „Ég er svo hrædd, en ég þarf að vera sterk fyrir börnin mín. Ég þakka öllum vinum mínum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Öll ást hjálpar.“

Auglýsing

Fyrrum parið gekk í það heilaga árið 2009 og eiga átta ára son, Hank IV og þriggja ára dóttur, Alijah Mary.

Vinur Kendru sagði við Us Weekly í síðustu viku: „Hún er mjög óhamingjusöm og hefur verið óörugg í hjónabandinu í langan tíma. Þau hafa mikið rifist.“ Kendra og Hank hafa verið í nokkrum raunveruleikaþáttum, m.a. Marriage Boot Camp: Reality Stars og Kendra on Top. Hank átti svo í ástarsambandi við transfyrirsætuna Ava London árið 2014 og spáði Kendra því þá að hjónabandið myndi ekki endast.

„Við erum búin að hóta skilnaði örugglega fimm sinnum,“ sagði Kendra í Las Vegas sýningunni Sex Tips for Straight Women From a Gay Man. „Það erfiða við að vera í sambandi eru freistingarnar allsstaðar. Kynferðislegu. Ég lýg ekki – ég er kynferðisleg persóna. Ég er 32 ára og stundum er mín freistað. Fantasíurnar mínar eru mjög sterkar svo ekki sé meira sagt.“

Auglýsing

Einnig greindi parið á um barnauppeldið: „Kendru finnst Hank spilla börnunum og gefa þeim allt sem þau vilja. Kendra vill þau hljóti eðlilegt uppeldi en gjafir Hanks og myndavélarnar út um allt…henni er ekki að takast þetta.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!