KVENNABLAÐIÐ

Jamie Foxx er enn að hitta barnsmóður sína

Leikaraparið Katie Holmes og Jamie Foxx hafa nýverið opinberað samband sitt sem hefur þó verið í gangi í nokkur ár. Ástæðan fyrir feluleiknum var talin vera sú að Katie hafði skrifað undir samning við Tom Cruise, sinn fyrrverandi, um að hvorki tala um sambandið né hitta aðra menn í fimm ár eftir skilnað.

Kristin Grannis, 40, barnsmóðir Jamie og Jamie sjálfur sáust saman á dögunum án Katiear: „Þau hafa haldið sambandi sínu leyndu í nærri áratug þannig að það var hálfgerður léttir að þetta komst loksins í blöðin,“ segir vinur Jamie í viðtali við Radar. „Það afsakar samt ekki hegðun Jamie, hann á að vera hliðhollur Katie, hún á eftir að vera niðurbrotin. Mér finnst hann skulda Katie skýringu.“

Auglýsing

Katie og Jamie fóru að hittast í október árið 2013 en hafa ekki sést saman opinberlega í einhvern tíma núna: „Allir eru uggandi vegna myndanna sem teknar voru á ströndinni síðasta haust, sérstaklega þar sem Jamie er nú horfinn á braut með annarri konu.“

Jamie og Kristin hittust fyrst fyrir 16 árum og eiga þau saman 9 ára dóttur. Ætluðu þau alltaf að ganga í hjónaband, en ekkert varð úr því: „Kristin hefur ekki verið að hitta neinn annan allan þennan tíma. Öllum nánustu finnst að þau eigi að vera saman.“

Auglýsing

Kristin hefur ekki unnið í nokkur ár og býr í villu sem Jamie borgar af: „Það er kraftaverk ef samband Katiear og Jamie lifir þetta af.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!