KVENNABLAÐIÐ

Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas endurskapa gamla mynd

Tíminn flýgur! Leikaraparið Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas endurtóku gamla mynd af fjölskyldu sinni með börnunum. Í dag eru Dylan og Carys orðin 17 og 14 ára – en á fyrri myndinni voru þeir nógu lítil til að dvelja í fangi foreldra sinna.

Auglýsing

Fjölskyldan er hrifin af skíðum í Kanada, en þangað fara þau oft. Af myndinni að dæma eiga börnin góð tengsl við foreldra sína. Catherine sagði um hina 14 ára gömlu dóttur sem líkist henni mjög: „Hún er mjög sjálfstæð, sterk ung kona og ég dáist að henni fyrir það. Hún er svona „mini-me“ og er sterk og klár með góða dómgreind sem er ágætt miðað við að hún er 14 ára.“

Aðspurð segist Catherine ekki vita í hvaða fótspor dóttir hennar muni feta, frmtíðin sé björt: „Hún getur orðið leikkona, fyrirsæta, heilaskurðlæknir…hvað sem er.“

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!