KVENNABLAÐIÐ

Stjarna úr þáttunum Prison Break látin

DuShon Monique Brown, sem lék m.a. í þáttunum Prison Break og Chicago Fire, er látin, aðeins 49 ára að aldri. DuShon var bandarísk og hafði leikið hjúkrunarkonuna Katie Welch í Prison Break og Connie í Chicago Fire, sem og þáttunum Empire og Shameless. Dauði hennar var staðfestur af dánardómstjóra en hún lést á St James Olympia Field spítalanum í Chicago.

Auglýsing

TMZ greinir frá að leikkonan hafi farið á spítalann föstudagsmorguninn 23. mars og hafi ekki liðið vel. Hafði fjölskyldan hringt á sjúkrabíl en andaðist hún síðar sama dag. Er orsökin talin vera hjartaáfall. Hún hafði einnig komið fyrir nokkrum dögum með verki fyrir brjósti en ekkert kom í ljós þá.

Auglýsing

Framleiðandi þáttanna Chicago Fire, Dick Wolf, sagði að allir væru í áfalli yfir að missa einn úr „Chicago Fire fjölskyldunni,“ en DuShon hafði alltaf lýst yfir hverju mjög hún elskaði að leika í þáttunum.

Leikkonan skilur eftir sig eina fjórtán ára dóttur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!