KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Courteney Cox og David Arquette er orðin unglingur! – Myndir

Coco Arquette er orðin ung dama og er orðin mjög fullorðinsleg. Líkist hún bæði móður sinni og föður, en Courteney Cox úr Friends og leikarinn David Arquette eiga einnig yngri son að nafni Charlie. Courteney og David eru skilin síðan árið 2013, en samkomulagið milli þeirra er gott.

Coco var með föður sínum og litla bróður að fagna kínverska nýárinu í febrúar og setti hann stoltur þessa mynd á Instagram í kjölfarið.

Auglýsing

Happy Chinese New Year #yearofthedog

A post shared by David Arquette (@davidarquette) on

Coco er orðin þrettán ára, fædd þann 13. júní 2004. Fyrrum hjónin höfðu átt í erfiðleikum með getnað en loksins heppnaðist þetta hjá þeim: „Ég á eftir að skemmta mér svo vel að verða faðir,“ sagði David á sínum tíma. „Ég get ekki beðið eftir að lesa sögur, leika leiki og allt tilheyrandi.“

Leikaraparið gekk í hjónaband árið 1999 og tjáði sig oft um tilraunir sínar að verða foreldrar. Courteney sagði árið 2003: „Ég verð auðveldlega ófrísk, en á erfitt með að halda barni.“

Auglýsing

Courteney sagði í nýlegu viðtali að hún hefði hvatt Coco til að gera tilraunir með snyrtivörur en hún má vera eingöngu með maskara í skólanum: „Ég veit að skiptar skoðanir eru á þessu máli, en þetta er hluti af sjálfstjáningu. Svo lengi sem hún er ekki að búa til kyntákn úr sér, má hún gera það sem henni líður vel með. Ég vil halda góðu sambandi við hana. Mér er meira annt um hvað hún horfir á heldur en það sem hún setur í andlitið á sér.“

coco2

Heldur hún áfram: „Hún horfir mikið á förðunarmyndbönd og um húðhirðu. Hún er 13 og það fylgir þessu. Ég var ekki svona sem stelpa, ég var frekar í að skreyta herbergið mitt og fara í sólbað. Ég hafði enga hugmynd um að það væri slæmt fyrir húðina. Coco veit allt um slíkt.“

Auglýsing

Coco er ekki á samfélagsmiðlum en hefur leikið í tónlistarmyndbandi fyrir Monogem og var faðir hennar klökkur af stolti.

Courteney segir einnig að hún sé afbragðs söngkona og hún skilji ekki hvaðan hún hafi það! Einnig segir hún að Coco sé mjög umhugað um umhverfið: „Hún veit miklu meira en ég. Hún kennir mér allt!“ sagði móðir hennar í viðtali við Fox News.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!