KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Bruce Willis fagnar 63 ára afmæli sínu

Leikarinn ástsæli Bruce Willis er 63 ára í dag, þann 19. mars. Aðdáendur hafa keppst við að senda honum afmæliskveðjur og biðja hann helst af öllu að endurgera einhverja af myndunum sínum!

Stjarnan er fædd í Idar-Oberstein, Þýskalandi en faðir hans var David, bandarískur hermaður staðsettur þar. Marlene móðir Bruce er þýsk. Fluttist hann frá Þýskalandi tveggja ára til New Jersey þar sem hann kynntist mikilli grimmd í skóla þar sem hann var lagður í einelti vegna þess hann stamaði.

Auglýsing

Sem unglingur fann hann frelsi að stíga á svið, hann komst yfir óöryggi sitt og hætti að stama. Hinn sköllótti töffari sem drepur fólk með berum höndum, þekkjum við út myndunum en í skóla var hann „nörd“ sem lét til sín taka í menningarlífi og skemmtanalífi skólans.

Þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla fór hann að vinna sem öryggisvörður í raforkuveri. Hann tók þátt í uppfærslu á Cat on a Hot Tin Roof.

Guapísimo

A post shared by Bruce Willis (@brucewillisbw) on

Bruce hafði meiri áhuga á að „meika það“ en vera í skóla. Vann hann sem barþjónn í New York og fékk stóra tækifærið í Broadway leikritinu eftir Sam Shepard: Fool for Love.

Willis varð svo alvöru, heimsþekkt stjarna og lék í myndum á borð við Pulp Fiction12 MonkeysThe Fifth ElementArmageddonThe Sixth SenseUnbreakable og að sjálfsögðu Die Hard myndunum.

Hefur hann leikið í um 60 myndum í gegnum árin. Bruce á fimm börn, hefur kvænst tvisvar og hefur gefið út þrjár plötur!

Auglýsing

Bruce Willis er þó engan veginn hættur að leika og eru myndirnar sem hann mun birtast í á næstunni:MotherlessBrooklynReprisalGlass, og Die Hard: Year One sem óhætt er að segja að beðið sé eftir með eftirvæntingu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!