KVENNABLAÐIÐ

Anderson Cooper er skilinn

Fréttaþulurinn vinsæli á CNN, Anderson Cooper, hefur staðfest skilnað sinn við Benjamin Maisani. Er ástæðan talin vera sú að hann er ástfanginn af lækni frá Texas.

Silfurrefurinn kynntist næturklúbbakónginum Benjamin Maisani árið 2009 og hafa þeir verið saman síðan þá. Nú virðist Anderson hafa leitað á önnur mið og fundið ástina að nýju hjá Victor Lopez, sem er geislafræðingur: „Anderson hefur verið að fljúga reglulega út til hans,“ segir heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Victor er vítamínsprautan sem Anderson þurfti og svo sleppur hann við stressið við að búa í New York. Kaldhæðnislegt, en þetta virðist vera nákvæmlega það sem læknirinn mælti með!“

Anderson var í 33 ára afmæli Victors í Dallas í febrúar. Einhvejum vikum á undan sáust þeir saman í New Orleans og á AC2 sýningunni í Boston: „Þeir litu út fyrir að vera mjög hamingjusamir, alveg eins og par.“

Anderson og Victor
Anderson og Victor
Auglýsing

Anderson sendi frá sér yfirlýsingu fimmtudaginn 15. mars: „Ég og Benjamín erum hættir í sambandi fyrir dálitlu síðan. Við erum enn fjölskylda og okkur þykir vænt um hvorn annan. Við erum bestu vinir og deilum miklu af lífi okkar enn saman.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Anderson hættir með Benjamin, sem á flottan bar á Manhattan. Árið 2012 sást Benjamin kyssa dökkhærðan mann í garði í New York um miðjan dag.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!