KVENNABLAÐIÐ

Móðir Demi Lovato sagði frá allri fortíð hennar í nýrri bók

Söngkonan Demi Lovato vill sennilega fara í felur eftir að móðir hennar gaf út bók um dimma fortíð hennar. Gekk hún um götur New York í þykkri úlpu með hettu þegar ljósmyndarar gulu pressunar náðu henni. Demi sem er 25 ára, gaf sér ekki tíma til að tala við aðdáendur sína, heldur forðaði sér.

Auglýsing

Diana De La Garza sagði víst frá öllu í nýútkominni bók, allt frá drykkju, eiturlyfjum og hræðilegu þunglyndi dóttur sinnar. Einnig sagði hún frá því að dóttir hennar hefði frá unglingsaldri skorið sig og skilið eftir blóðugar tuskur í herberginu sínu. Óttaðist móðir hennar oft að koma að henni dáinni í herberginu. Einnig segir hún að Demi hafi helst viljað deyja. Í einni flugferð á meðferðarstofnun hafi hún frekar óskað þess að deyja en að gera nokkuð í hlutunum.

Auglýsing

Demi hefur talað opinskátt um þunglyndi sitt og einnig að hún hafi þróað með sér átröskun. Í dag er hún edrú og hamingjusöm að vinna í tónlistinni sinni. Hefur hún náð ótrúlegum bata og því ber að fagna!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!