KVENNABLAÐIÐ

Brúður handtekin á leið í eigið brúðkaup

Vandræði í paradís: Brúður var á leið í eigið brúðkaup mánudaginn 12. mars þegar hún var handtekin og flutt á lögreglustöðina í járnum. Hin 32 ára Amber Young var undir áhrifum og lenti í árekstri við þrjá bíla. Einn var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Gerðist þetta um 10:30 um morguninn og var hún klædd í brúðarkjólinn og allt var tilbúið.

Auglýsing

Amber var sleppt úr fangelsi sama dag, en þarf að mæta fyrir rétt síðar vegna ölvunaraksturs. Samkvæmt lögreglunni var ekki vitað hvort Amber og hennar heittelskaði hafi gengið í hjónaband þennan sama dag, en vonandi var ekki stór veisla rétt eftir athöfnina!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!