KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle ætlar ekki að bjóða bróður sínum í brúðkaupið

Hið konunglega brúðkaup Harrys Bretaprins og Meghan Markle mun fara fram í maí á þessu ári. Meghan ætlar að bjóða foreldrum sínum en ekki bróður sínum, Thomas Markle, í brúðkaupið.

Thomas mun því þurfa að horfa á brúðkaupið í sjónvarpinu frá Oregonríki þar sem hann býr til að sjá systur sína ganga í það heilaga eins og milljónir aðrar.

Auglýsing
Thomas Markle jr.
Thomas Markle jr.

Nafnlaus heimildarmaður segir í viðtali við Radar: „Tom fékk ekki boðskort. Ég held það sé vegna þess hann getur ekki haldið kjafti. Ef hann hætti að tjá sig við fjölmiðla myndi hún kannski skipta um skoðun. Það eru sumir þannig – þeir tjá sig til að fá lítið brot af frægðinni.“

Thomas sem er hálfbróðir Meghan (þau deila sama föður) hefur talað fjálglega um hana í viðtölum. Lögfræðingur hans sagði að Meghan hefði ekki þóst þekkja hann þegar hann bað hana um hjálp við að eiga við fjölmiðla.

Auglýsing

Thomas sagði þá að viðbrögð hennar væru allt of hörð og „blaut tuska í andlitið“ og viðurkenndi að þau hefðu ekki talað saman síðan árið 2010.

Eins og áður sagði mæta foreldrar Meghan, Thomas Markle Senior og móðir hennar Doria Radlan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!