KVENNABLAÐIÐ

Súpueldhúsið sem framreiðir fimm stjörnu máltíðir

Í tilraun til að berjast gegn matarsóun og fæða heimilislausa og fátæka hefur stjörnukokkurinn Massimo Bottura sett á stofn eldhús þar sem færustu kokkar elda dýrindis máltíðir. Ekki er staðið í röð heldur sitja allir við borð. Var fyrsta eldhúsið opnað í Mílanó árið 2015 og er stefnan að opna fleiri slík veitingahús. Notuð eru matvæli sem fást gefins hjá stórmörkuðum, matur sem er kominn á síðasta söludag. Frábært framtak!

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!