KVENNABLAÐIÐ

Stefnumótið sem fór eins illa og hægt var…

Það er vissulega leiðinlegt að vera einhleyp/ur og fara á stefnumót og þau eru ekki eins og þú óskaðir þér. Stundum hafið þið verið að grínast, daðra og skilaboðin hafa verið jákvæð á milli ykkar. Það er samt öðruvísi að tala við manneskjuna á netinu eða hitta hana í eigin persónu.

Flestir taka höfuninni ágætlega ef þú ert á stefnumótaappi og fara að leita á ný. Einn maður var virkilega ósáttur þegar Tinder deitið hans sagði honum að hún héldi að það væru engir neistar á milli þeirra.

Auglýsing

Sendi hann henni furðuleg skilaboð þegar hún hafði tilkynnt honum þetta. Bað hann um endurgreiðslu vegna þess hann bauð henni í glas! Sagði hann þetta í viðtali við Daily Star.

Konan sendi honum skilaboð: „Ég held að ekkert sé á milli okkar þannig við ættum ekki að hittast aftur. Það var samt fínt að hitta þig og ég óska þér alls hins besta!“

Auglýsing

Svar hans, sem birt var á Reddit var þó það sem sjokkeraði marga: „Ég held það sé rétt hjá þér, þú ert ekki mín týpa. Þetta var skemmtilegt kvöld og ég borgaði 8.30 pund fyrir drykkinn þinn. Ég hélt þú vildir venjulegan drykk. Ég borgaði 1.75 pund fyrir minn, borgaði 8.30 fyrir þinn. Þetta er of mikið. Þú drakkst heila flösku á fyrsta deiti og ég borgaði fyrir það þó ég hefði ekki þurft þess. Vinsamlega leggðu inná mig.“

Svo sendi hann á hana bankareikningsnúmer og sagðist bíða eftir greiðslunni.

Hvað finnst þér um þetta? Endilega deildu ef þú hefur lent í svipuðu! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!