KVENNABLAÐIÐ

Tveggja ára stúlka lést þegar spegill féll á hana í skóbúð

Skelfilegt: Fjölskylda tveggja ára stúlku er í áfalli eftir að hún lést vegna hörmulegs slyss sem átti sér stað í skóbúð. Spegill í mannsstærð féll á hana og slasaði hana það illa að hún lést.

Ifrah Siddique var með móður sinni í Payless ShoeSource í Riverdale, Georgiuríki, Bandaríkjunum þegar spegill sem ekki var festur við vegg féll á hana. Hún var flutt í skyndi í sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Fjölskyldan vildi draga einhvern til ábyrgðar en verslunarstjórinn sagði að enginn hefði gert sér grein fyrir hættunni.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!