KVENNABLAÐIÐ

Ru Paul fær stjörnu á Hollywood Walk of Fame

Móðir allra dragdrottninga, Ru Paul, er orðin „alvöru“ stjarna og mun fá sína eigin stjörnu á Hollywood Walk of Fame. Hefur hann einnig verið á forsíðu Entertainment Weekly og fengið Emmyverðlaun.

Tvítaði Mama Ru af því tilefni „Sweet Cheeses! My heart is beating so fast right now!” og fögnuðu aðdáendur hans með honum.

Auglýsing

Mun stjarnan verða afhjúpuð þann 16. mars næstkomandi. Þeir sem einnig fá stjörnu þetta árið eru:  Ryan Murphy, Jennifer Lawrence, Lynda Carter, Gillian Anderson, Eric McCormack, Shonda Rhimes, Snoop Dogg, Weird Al, Minnie Mouse, Niecy Nash, Mary J. Blige, Lin-Manuel Miranda, Simon Cowell og Kirsten Dunst.

wof

Auglýsing

Vin Di Bona, formaður nefndar Walk of Fame segir: „Við höfum skoðað hvern einasta tilnefndan og valið af kostgæfni. Aðdáendur um víða veröld munu gleðjast. Við erum stolt af því að kynna þennan flotta hóp og mun hann verða hluti af sögu Hollywood núna og það sem eftir er.“

Meira en 2600 stjörnur eru nú á Walk of Fame, sem er staðsett á Hollywood Boulevard og Vine Street.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!