KVENNABLAÐIÐ

Spice Girls munu líklega spila í hinu konunglega brúðkaupi

Viðræður standa nú yfir við Spice Girls, hinar einu sönnu, um að koma fram í brúðkaupi Harrys Bretaprins og Meghan Markle. Aðdáendur binda miklar vonir við það, enda um stórviðburð að ræða.

Auglýsing

Innanbúðarmaður í höllinni segir við Us Weekly: „Þær hafa ekki samþykkt að koma fram en eru afar upp með sér að hafa verið spurðar. Harry hefur alltaf verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Það eru miklar viðræður í gangi – umboðsmaður þeirra og talsmenn Harrys eru á fullu.“

Mel B talaði næstum af sér í nýjasta þætti The Real, þann 27. febrúar síðastliðinn: „Ég er að fara (í brúðkaupið). Ég er ekki viss af hverju ég sagði þetta. Við fimm, Spice Girls. Af hverju er ég svona hreinskilin?“

Auglýsing

Þegar spyrillinn Loni Love spurði hvort Spice Girls kæmu fram sagði Mel: „Ég þarf að fara. Ég verð rekin!“

Harry var 13 ára gamall árið 1997 og hitti hann hljómsveitina baksviðs í Suður-Afríku. Urðu þar miklir fagnaðarfundir og Harry hefur haft þær í hávegum síðan þá.

Hversu skemmtileg er þessi mynd?
Hversu skemmtileg er þessi mynd?

Harry vill þó líka fá Ed Sheeran og fleiri til að spila í brúðkaupinu og munum við flytja fréttir af því um leið og þær berast!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!