KVENNABLAÐIÐ

Heather Locklear handtekin vegna heimilisofbeldis og árásar á lögreglumenn

Fyrrum leikkonan í Melrose Place, Heather Locklear, var handtekin um helgina og sjá má á meðfylgjandi lögreglumynd að mikið hefur gengið á. Hin 56 ára leikkona var handtekin af lögreglunni í Thousand Oaks í Kaliforníuríki eftir að hafa ráðist á kærastann sinn og þrjá lögreglumenn.

Auglýsing

Hringt var í neyðarlínuna frá heimili Heather um klukkan 22 sunnudagskvöldið 25. febrúar vegna heimiliserja. Heather var „ósamvinnuþýð“ samkvæmt lögreglu og hrinti hún þremur lögreglumönnum samkvæmt Garo Kuredjian, talsmanni Ventura County Sheriff skrifstofunni.

Lögreglumyndin sem tekin var rétt eftir handtökuna
Lögreglumyndin sem tekin var rétt eftir handtökuna

Hún þurfti að reiða fram 20.000 dollara (um tvær milljónir ISK) og var hún þá laus gegn tryggingu.

Auglýsing

Heather hefur áður gengið í skrokk á kærastanum Chris Heisser og gerðist það síðasta haust. Fór hún í sína sjöttu áfengis- og eiturlyfjameðferð um síðustu jól.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!