KVENNABLAÐIÐ

Lisa Marie Presley viðurkennir kókaínfíkn

Dóttir rokkkóngsins sáluga, Elvis Presley, einkabarnið Lisa Marie Presley segist hafa „misnotað kókaín skelfilega“ á meðan hún var gift. Einnig stendur í málsskjölum að hún hafi blandað stöðugt saman lyfjum og áfengi.

Lisa Marie gaf sinn vitnisburð þann 30. ágúst 2017 í biturri skilnaðardeilu og það var þá sem hún viðurkenndi alvarlega ánetjun sína og margar ferðir á meðferðarstofnanir.

Auglýsing

Lisa viðurkenndi að hafa þróað með sér eiturlyfjavanda á „síðustu þremur árum“ hjónabands hennar og Michael Lockwood, frá júní 2013 til júní 2016: „Ég þurfti að fara nokkrum sinnum í meðferð. Ég var í klessu. Ég gat ekki hætt.“

Hún sagðist líka hafa verið háð verkjalyfjum og ópíóðum og hún drykki áfengi en það væri ekki „hennar uppáhald.“

Síðasta árið sem við vorum gift misnotaði ég kókaín skelfilega. Það var mjög slæmt, já.

Presley sagði svo að hún hefði farið í meðferð í Mexíkó „þrisvar eða fjórum sinnum“ og bætti svo við að það hefðu getað verið fimm sinnum á síðustu árum hjónabandins.

Auglýsing

Lisa Marie og Michael deildu um arf hennar frá föður hennar sem metinn var á um 100 milljón dollara, en hún fór síðan í mál við viðskiptastjórann sinn sem hún sagði hafa eytt öllu fé og skilið hana eftir með 14.000 dollara í peningum og 500.000 króna kreditkortaskuld.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!