KVENNABLAÐIÐ

Foreldrar komast að því að barn þeirra er á lífi, sjö árum eftir að þeim var sagt að það hefði látist

Par í Volgograd, Rússlandi, hefur nú hitt barn sitt, sjö árum eftir að þau höfðu fengið að vita að það hefði látist á spítala, rétt eftir fæðingu. Var um að ræða villu í pappírum.

Árið 2011 fæddi ung kona barn á spítalanum í Volgograd, en heilbrigðisstarfsfólk sagði að barnið væri ekki lífvænlegt og myndi ekki lifa af vikuna. Skrifaði móðirin því undir pappíra þess efnis að ríkið mætti taka barnið í sína umsjá og fór heim.

Auglýsing

Fimm dögum síðar var foreldrunum ekki rótt, þannig þau sneru aftur á spítalann til að ná í barnið, þó lífsmöguleikar þess væru litlir. Þeim var sagt að þau væru of sein, barnið væri látið.

Sorgarferli fór í hönd hjá foreldrunum en þau héldu áfram með líf sín. Í fyrra fengu þau svo ótrúlegar fréttir: Barnið þeirra var á lífi.

a for

Ef ekki hefði komið til villu í stjórnsýslunni hefðu foreldrarnir tveir aldrei kynnst barninu sem þau töldu af. Barnið var á lífi og heilbrigt og dvaldist á munaðarleysingjaheimili í Volgograd. Í fyrra fengu barnaverndaryfirvöld tilkynningu þess efnis að foreldrarnir skulduðu 230.000 rúblur (um 450.000 ISK) vegna vangoldinna skulda við munaðarleysingjaheimilið. Eins og venja er, fengu foreldrarnir því rukkun og bréf sent á heimili þeirra. Þau bjuggu þar ekki lengur þannig bankareikningar þeirra voru frystir.

Auglýsing

Þegar konan reyndi að taka út fé var henni sagt að bankareikningurinn væri frystur af ríkinu. Fór hún því á bæjarskrifstofuna og eftir að hafa séð pappíra frá munaðarleysingjaheimilinu leið yfir hana.

„Það er augljóst að parið hafði verið talið í trú um að barnið væri látið,“ sagði umboðsmaður bæjarskrifstofunnar. „Foreldrarnir, allsendis óviss um tilveru barnsins, kærðu málið strax til að fá forræði yfir barninu.“

Auglýsing

Í nóvember 2017 var líffræðilegum foreldrum gefið fullt forræði yfir barninu og var fjölskyldan loksins sameinuð í byrjun árs 2018.

Ekki er vitað hvort fjölskyldan hyggst fara í mál við spítalann.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!