KVENNABLAÐIÐ

Ellen breytist „í skrímsli“ þegar hún spilar póker!

Uppáhalds þáttastjórnandi margra, hin ljúfa og geðþekka Ellen DeGeneres er víst allt öðruvísi bak við spilaborðið, segja vinir hennar, en hún heldur oft pókerkvöld þar sem stjörnunar mæta heim til hennar.

Vinir hennar segja að hin hugljúfa kona breytist næstum því í „mafíuforingja“ þegar hún er við spilaborðið, sérstaklega ef henni finnst gestirnir ekki taka spilinu nógu alvarlega: „Ellen tekur spilinu MJÖG alvarlega. Þegar hún reiðist verður fólk dauðhrætt!“

Auglýsing

Þeir sem fá boð í pókerspil hjá spjallþáttadrottningunni eru hátt settir í Hollywood, starfsfólk þáttarins og stjörnur á borð við  Chelsea Handler, Olivia Munn, Melissa Etheridge og Amy Schumer.

„Ellen velur hópinn mjög vandlega. Um leið og þú ert komin/n inn, skaltu vera viðbúin/n gríðarlegum skapsveiflum. Þegar allir koma grínast hún mikið, en um leið og hún sest við borðið verður hún mjög einbeitt og allt glens og grín er á bak og burt.“

Í nýlegu spili gat einn gesturinn ekki haldið í við pottinn og Ellen trylltist: „Ellen fór að skamma manneskjuna og ásakaði hana um að eyðileggja spilið!“ sagði einn nafnlaus gestur í viðtali við Radar.

„Orkan í herberginu varð mjög erfið, Ellen tók kast og öskraði upp yfir sig. Allir urðu dauðhræddir. Þetta var eins og Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Hún varð að algeru skrímsli. Þetta var mjög ógnvekjandi.“

Auglýsing

Eftir kastið tók gesturinn sem var kona, saman spilin sín og flúði húsið til að lenda ekki í frekari vandræðalegum uppákomum.

Ellen er einnig þekkt fyrir að vera mjög nákvæm með allt í þáttunum og hefur hún oft reiðst starfsfólkinu sínu, sem kallar hana „Ellen drottningu.“ Nokkrir hafa hætt vegna reiðikasta hennar og fyrrum starfsmenn hafa lýst því sem það labbi á eggjaskurn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!