KVENNABLAÐIÐ

Kýr flúði sláturhúsið og synti á mannlausa eyju

Kýr í Póllandi hefur nú ratað í heimsfréttirnar eftir að hafa með undraverðum hætti flúið vörubíl sem átti að flytja hana í sláturhúsið í Nysa í Póllandi. Synti hún á mannlausa eyju í nálægri á og hefur haldið sig þar síðan þá.

Kýr eru taldar hlýðnustu skepnur, en ef öryggi þeirra er ógnað geta þær tekið upp á ótrúlegustu hlutum. Í síðasta mánuði var önnur kýr í Póllandi sem flúði af sveitabænum sínum og gekk til liðs við vísundahjörð í Bialowieza skóginum. Hermien er önnur kýr frá Hollandi sem flúði einnig þegar senda átti hana í sláturhúsið og faldi sig í skógi í sex vikur.

Auglýsing

Samkvæmt pólsku vefsíðunni Wiadomosci átti flótti kýrinnar sér stað í janúar á þessu ári. Starfsmenn sláturhússins ætluðu að setja kúna um borð í vörubílinn. Eigandinn sem heitir Lukasz hafði varað mennina við og beðið þá um að nota deyfilyf á dýrið en þeir sögðu það ekki nauðsynlegt. Þeir höfðu rangt fyrir sér. Um leið og kýrin sá bílinn, fór hún að tryllast og braut handlegg eins starfsmanns og var hann einnig marinn og blár á bringunni. Svo stökk hún yfir vírgirðingu og hljóp yfir engi sem var nálægt ánni Nyskie.

Nyskie áin
Nyskie áin

Sjónarvottar sáu kúna stökkva í vatnið og synda í átt til eyjunnar. Lukasz og vinnumenn hans eyddu heilli viku í að reyna að handsama kúna og kölluðu jafnvel til slökkvilið bæjarins til hjálpar. Í hvert skipti sem þeir voru í 70 metra fjarlægð við dýrið stökk hún út í vatnið og synti á næsta nes.

Eigandi kýrinnar sagði að hann væri að hugsa um að fá veiðimenn til að skjóta dýrið en var tregur til, annars myndi hann ekki geta selt hana til sláturhússins.

Auglýsing

Kýrin á sér aðdáendur og ólíklegan talsmann. Pólski stjórnmálamaðurinn Pawel Kukiz póstaði mynd af kúnni á Facebook og kallaði hana „hetju“ og sagði að hún hefði sloppið með undraverðum hætti og barist hetjulega fyrir lífi sínu: „Ég er ekki grænmetisæta, en kjarkur og hugprýði þessarar kúar er einstakur. Ég vil berjast fyrir henni og vil flytja hana á öruggan stað, verðlauna hana fyrir hugrekkið og gefa henni möguleika á að eyða ellinni með reisn og deyja náttúrulegum dauðdaga.“

Í dag er kýrin við góða heilsu á eynni og lítur framtíð hennar betur út en fyrir daginn sem hún slapp!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!