KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Elizabeth Hurley lætur unglinginn sinn taka flottar myndir af sér á Instagram

Elizabeth Hurley, eða Liz Hurley eins og hún kallar sig, elskar að sýna líkamann á Instagram og eru aðdáendur ekki sveltir þar sem hún á nóg af þeim. Liz, 52, viðurkennir að hún biður son sinn Damian, 15, að taka æsandi myndir af sér.

Sagði hún frá því að sonurinn væri myndasmiðurinn á bakvið sjóðheitar myndir af henni í sumarfríi sem birtust á samfélagsmiðlinum, en þar var hún ber að ofan og í bikiníi á Valentínusardag.

Auglýsing

Happy Valentine’s Day ❤️❤️❤️

A post shared by Elizabeth Hurley (@elizabethhurley1) on

Segir Liz: „Damian tekur sumar, en ég hef aðra vini sem ég kvel vegna þess einnig.“ Þessi játning kom tæplega 900.000 aðdáendum á óvart og margir höfðu á orði að það væri „furðulegt“ að láta táning taka slíkar myndir af móður sinni.

 

Liz, sem var síðast í sambandi við David Foster, póstar reglulega myndum af sér fáklæddri á framandi stöðum. Sonur hennar hefur nú fetað í fótspor hennar og er orðinn leikari. Hann hefur leikið í áströlsku sápunni Nágrönnum sem og The Royals, sem er bandarískt drama.

Auglýsing

Faðir Damian er bandaríski viðskiptajöfurinn og kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing, sem neitaði að vera faðir hans þegar hann fæddist árið 2002. Samt sem áður var það sannað með DNA að hann væri faðirinn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!