KVENNABLAÐIÐ

Eiginmaðurinn fór frá henni vegna yngri konu…og það var það besta sem gat komið fyrir hana!

Við sambandsslit verða sumir afar þungir…fela sig undir sæng, borða allt of mikið súkkulaði og/eða ís, eða skipuleggja hefnd á manneskjunni sem braut hjartað okkar.

Ekkert af þessu á við áströlsku athafnakonuna Dianne Laurence. Þegar eiginmaður hennar til 26 ára fór frá henni ákvað hún að besta ráðið væri alls ekki að hefna sín beint á honum. Þess í stað setti hún upp alþjóðlega vefsíðu, Dumped Wife’s Revenge, til að sýna öllum að lífið eftir skilnað væri aldeilis frábært! Segir Dianne: „Nú á ég elskhuga um allan heim!“

Auglýsing

Á vefsíðunni má sjá Dianne versla í New York, takandi selfies með Chris Hemsworth og Malcolm Turnbull, dansandi nakin á vínekrunni sinni og klífandi fjöll með ungum karlmönnum.

du5

„Það virðist sem ég…sé alveg ömurleg eiginkona,“ segir Dianne kaldhæðin á síðunni sinni ásamt glamúrmyndum af henni á undirfötunum, í sjónum eða á framandi stöðum.

„Ég vil hvetja konur í sömu stöðu – sem hafa lent í að verða hafnað fyrir aðra konu. Það skiptir öllu að nýta daginn og njóta lífsins,“ segir Dianne í viðtali við New Idea yfir glasi af víni á lúxushóteli í Perth. „Skilaboð mín til fylgjenda minna er: Ekki leyfa öðrum að hafa svo mikil áhrif á hvernig þér líður. Hafðu gaman!““

du4

Þegar hún frétti af því að maðurinn hennar væri að hitta aðra konu fyrir þremur árum síðan var hún niðurbrotin: „Þegar hann sagði mér: „Ég elska þig ekki lengur. Ég er ástfanginn af annarri“ var ég í áfalli. Síðan fór ég að hugsa: „Ég mun ekki leyfa þessum fyrrverandi að hafa áhrif á líf mitt í dag.“

Auglýsing

Svo kveikti hún á tölvunni og fór að skipuleggja framtíðina sem kona sem ræður sínum eigin örlögum: „Nú á ég unga elskhuga um allan heim,“ segir Dianne með blik í auga: „Menn á mínum aldri eiga ekkert í mig!“

du3

Eftir að hún gekk frá skilnaðinum seldi hún vínekruna sína og húsið og fór í frí til Ítalíu með vinum sínum: „Ég ákvað að segja JÁ við öllum tækifærum sem yrðu á vegi mínum. Svo…ef einhver hringir og segir: „Komdu og hittu okkur á Capri,“ fer ég!“

Dianne komst í miklu betra form, en hún er mikill aðdáandi fjallgangna: „Margir vina minna halda ekki í við mig þannig ég fer með stæltum ungum karlmönnum í staðinn!“

Dianne segir að hugmyndin að „Dumped Wife’s Revenge“ hafi fæðst eftir að vinir hennar dáðust að henni að halda áfram með líf sitt þrátt fyrir hjartasorg: „Það er ekki nauðsynlegt að sýta gömlu tímana, sama hvað gerðist. Jafnvel þegar ég var hvað lengst niðri, skömmu eftir skilnað, neyddi ég mig til að halda áfram og fara í ræktina, styrkja líkama og sál fyrir allt sem koma skyldi. Ég horfði aldrei til baka.“

du2

„Lykillinn er að hætta að hugsa um manneskjuna sem kom þér í uppnám og halda áfram. Ég elska líka áskoranir. Í mörg ár hef ég haft martraðir um að hákarlar myndu ráðast á mig. Þannig að núna eyði ég miklum tíma í sjónum til að horfast í augu við óttann.“

Dianne deilir öllu með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum: „Guð, ég er að eiga besta tíma lífs míns! Ég sé mig ekki í anda fara að búa með manni á mínum aldri – ég vil ekki vera hjúkka sem þarf að hugsa um hné- og mjaðmaskipti. Ég er frjáls sem fuglinn og get sagt að ég hef aldrei kynnst annarri eins hamingju!“

Auglýsing

Þó að Dianne sé vel stæð segir hún að ekki þurfi mikinn pening til að njóta lífsins. „Ég elska náttúruna og list, þessir hlutir kosta ekki neitt til að njóta.“

du1

Hún á tvö börn úr fyrsta hjónabandinu en hún er tvífráskilin: „Ég er full af orku, ég gæti aldrei verið með manni á mínum aldri aftur…og alls ekki bara einum! Ég fæ svo mörg bréf frá ungum konum sem segja að ég sé þeim innblástur. Ég hugsa að ég eigi eftir að rata í sjónvarpið einhverntíma…af hverju ekki?“

a dumm

Ráð Dianne til þeirra sem hafa lent í höfnun:

Ekki leyfa manneskjunni sem særði þig að hafa neikvæð áhrif á þig. Þannig þegar þú vilt eyða deginum í rúminu í sjálfsvorkunn og hakka í þig ís, mundu að þegar þú ert allt of þung/ur og leið/ur mun manneskjan geta hlegið að þér…og það er ekki í boði

Það sem manneskjan gerði þér er endurspeglun á henni, ekki þér. Það sem þú gerir núna endurspeglar þig

Alltaf þegar neikvæðar, sjálfsvorkunnarhugsanir eða eyðileggjandi hugsanir knýja dyra, þarft þú að bæta þær upp með tveimur æðislegum, jákvæðum hugsunum um framtíðina þína

Þér finnst að manneskjan hafi tekið margt frá þér og jafnvel eyðilagt. Mundu – hún getur ekki tekið frá þér reisnina. Þú ert eina manneskjan sem getur gefið hana frá þér

Fegurð er tímalaus og kemur að innan. Borðaðu vel, hreyfðu þig á hverjum degi og breyttu þessu neikvæða í jákvætt – lifðu lífinu með tilgangi

Ég geymdi það besta þar til síðast: Ungir elskhugar!!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!