KVENNABLAÐIÐ

Frances Bean Cobain fagnar tveggja ára edrúafmælinu sínu

Dóttir hins sáluga Kurt Cobain og Courtney Love, Frances Bean, fagnar nú því að hafa verið án eiturlyfja og áfengis í tvö ár. Fjölskyldan hefur verið þekkt fyrir m.a. alvarleg fíknivandamál. Þann 13. febrúar síðastliðinn póstaði hin 25 ára fyrirsæta á Instagram áfanganum ásamt fallegum orðum.

Fagnar hún þar kærastanum sínum, rokkaranum Matthew Cook: „Þetta augnablik sýnir hver ég er þann 13. febrúar 2018. Það er eins og þetta sé magnþrungin stund, þar sem þetta er 2ja ára edrúafmælisdagurinn minn.“

Auglýsing

Frances hefur oft opnað sig opinberlega um baráttuna við eiturlyfin og vill hún fjarlægja sig þeim lífsstíl, þeim lífsstíl sem hún var alin upp í.

„Ég vil hjálpa öðrum í sömu stöðu. Það er dagleg barátta að berjast við sársaukann, óþægindin og ógeðið sem munu gerast eða hafa gerst,“ segir hún.

Frances missti föður sinn ung að árum og móðir hennar Courtney Love var dæmd í meðferð árið 2005 eftir að hafa misnotað lyf í áraraðir. Árið 2009 fékk Frances nálgunarbann á hana vegna þess að „hafa notað eiturlyf alla mína ævi.“

I thought I would start this post by using a pure moment in Oahu amongst nature, with my love. This moment is a representation of who I am on February 13th, 2018. It feels significant here, now because it’s my 2nd sober birthday. It’s an interesting and kaleidoscopic decision to share my feelings about something so intimate in a public forum . The fact that I’m sober isn’t really public knowledge, decidedly and deliberately. But I think it’s more important to put aside my fear about being judged or misunderstood or typecast as one specific thing. I want to have the capacity to recognize & observe that my journey might be informative, even helpful to other people who are going through something similar or different. It is an everyday battle to be in attendance for all the painful, bazaar, uncomfortable, tragic, fucked up things that have ever happened or will ever happen. Self destruction and toxic consumption and deliverance from pain is a lot easier to adhere to. Undeniably, for myself and those around me becoming present is the best decision I have ever made. How we treat our bodies directly correlates to how we treat our souls. It’s all interconnected. It has to be. So I’m gonna take today to celebrate my vibrant health and the abundance of happiness, gratitude, awareness, compassion, empathy, strength, fear, loss, wisdom, peace and the myriad of other messy emotions I feel constantly. They inform who I am, what my intentions are, who i want to be and they force me to acknowledge my boundaries/limitations. I claim my mistakes as my own because I believe them to contribute to the dialogue of my higher education in life. I am constantly evolving. The moment I stop my evolution is the moment I disservice myself and ultimately those I love. As cheesy and cornball as it sounds life does get better, if you want it to. I’ll never claim I know something other people don’t. I only know what works for me and seeking to escape my life no longer works for me. Peace, love, empathy (I’m going to reclaim this phrase and define it as something that’s mine, filled with hope and goodness and health, because I want to ) Frances Bean Cobain

A post shared by Frances Bean Cobain (@space_witch666) on

Courtney og Frances hafa alltaf átt stormasamt samband, en hafa nú endurnýjað kynnin þar sem þær eru báðar að lifa heilbrigðum lífsstíl.

Kurt Cobain framdi sjálfsvíg árið 1994, þá var hún aðeins 20 mánaða. Var mikið af heróíni og valíumi í líkama hans. Frances viðurkennir að hún hafi „alltaf vitað að samband foreldra sinna væri eitrað“ og hún hafi alltaf vitað einnig að hún hefði verið „barn sem átti að laga allt.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að hún hafi oft verið neikvæð í garð fjölskyldu sinnar er hún nú að njóta lífsins með meiri bjartsýni í farteskinu…og einblínir á að lifa lífinu án eiturlyfja.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!