KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner hefur enn ekki óskað Khloé Kardashian til hamingju með meðgönguna

Sambandið milli Khloé Kardashian og Caitlyn Jenner er enn afar slæmt. Raunveruleikastjarnan á von á sínu fyrsta barni með kærastanum Tristan Thompson, og á meðan þetta er ánægjulegasti tími lífs hennar hefur ekkert gerst sem bæta mætti sambandið milli hennar og fyrrum stjúpföður.

Eftir að Caitlyn gaf út sjálfsævisögu sína var Kardashian fjölskyldan henni afar reið, sérstaklega þar sem Cait hélt því fram að Kris hefði ekki stutt hana í kynleiðréttingarferlinu. Cait viðurkenndi einnig að hafa bara samband við líffræðilegar dætur sínar, þær Kendall og Kylie og virðist allt vera við það sama.

Fyrrum Ólympíumeistarinn hefur ekki einu sinni óskað Khloé til hamingju með meðgönguna.

Auglýsing

„Khloé hefur engan áhuga á að ná sáttum við  Caitlyn. Frá hennar bæjardyrum séð fór Cait yfir strikið þegar hún réðist opinberlega á Kris í ævisögunni,“ sagði nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Hollywood Life.

„Caitlyn hefur ekki reynt að ná sambandi við Khloé þrátt fyrir að hún viti vel hversu miklu máli þetta skiptir fyrir Khloé. Það er sorglegt þar sem Bruce var lengi stór hluti lífs hennar og hún elskaði hann mjög. Henni finnst hún ekki þekkja fyrrum stjúppabba sinn lengur.“

Khloé hefur einnig sagt sjálf að hún hafi ekkert samband við Cait. Í morgunþættinum Lorraine sagði hún að meðgangan hefði ekkert að segja: „Ég held að Caitlyn sé nokk sama. Hlutirnir eru bara eins og þeir eru.“

Auglýsing

kait klio

Caitlyn hefur einnig tjáð sig um „skilnaðinn“ við fyrrum börn sín: „Síðustu tvö ár hafa verið erfið. Í raun og veru tala ég ekki við þau lengur. Ég hef ekki talað við Kim í heilt ár. Þau vilja mig ekki í lífi sínu. Þau hafa komið illa fram við mig. Það er erfitt þegar börnin þín gera það. Það var mjög sárt.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!