KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner deilir fyrstu myndinni af sér eftir fæðinguna

Eftir margra mánaða hlé deildi vinsælasta manneskjan í Kardashian klaninu fyrstu myndinni af sér á Instagram…og já, það þykir fréttnæmt! Kylie var í rauðum Adidas-galla og pósaði inn í lúxuskerrunni sinni sem var í sama rauða lit.

Aðdáendur voru að vonum glaðir að Kylie væri komin aftur á samfélagsmiðlum, en skrifuðu einnig skilaboð til hennar því þeir vildu einnig ólmir sjá barnið hennar, Stormi Webster.

Auglýsing

„Nei, nei, nei, við viljum sjá STORMI,“ sagði einn. Hin nýbakaða móðir leit afskaplega vel út, Stormi er bara tveggja vikna gömul.

Þrátt fyrir það ætti fólk ekki að gera ráð fyrir að Kylie muni deila miklu um móðurhlutverkið á samfélagsmiðlum. Hún er nú þegar mjög passasöm upp á dóttur sína: „Kylie er mjög verndandi gagnvart henni og vill ekki ókunnugt fólk nálægt barninu,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við In Touch: „Hún leyfir bara besta vini sínum Jordyn Woods og nánustu fjölskyldu að hitta dóttur sína.“

Auglýsing

„Kylie naut þess að fá smá frí og hún ætlar að halda barninu utan sviðsljóssins, þrátt fyrir að móðir hennar Kris vilji það alls ekki og reynir að sannfæra hana um hið öfuga,“ segir hann að lokum.

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!