KVENNABLAÐIÐ

Ætlar O.J. Simpson að snúa aftur á hvíta tjaldið?

Grínistinn Sacha Baron Cohen (Borat, Ali G) er sagðir hafa borgað O.J. Simpson 20 þúsund dollara til að leika í komandi mynd hjá honum. Átti fundurinn að eiga sér stað á hótelherbergi í Las Vegas og var sagt að grínarinn hefði klæðst furðulegum búningi til að þekkjast ekki.

„O.J. myndi aldrei fara inn á hótelherbergi nema honum væru borgaðir peningar…miklir peningar. Það er engin leið að Sacha hafi fengið O.J. inn í herbergið án þess að borga honum,“ sagði heimildarmaður kunnur O.J.

Auglýsing

Þrátt fyrir að talsmenn leikaranna tveggja hafi ekki tjáð sig um atvikið, hafði fyrrum NFL stjarnan sagt við fréttamenn um Sacha: „Ég þekki hann vel. Ég hitti hann. Almennilegur gaur.“

O.J. og Nicole
O.J. og Nicole

O.J. Simpson var sleppt úr fangelsi í október síðastliðnum eftir að hafa setið níu ár inni. Hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Hann er þrátt fyrir það þekktastur fyrir að hafa verið fundinn saklaus af morðinu á eiginkonu sinni Nicole Brown og vini hennar Ron Goldman árið 1994.

Auglýsing

Fjölskylda Nicole er allt annað en sátt við að O.J. sé jafnvel að snúa aftur á hvíta tjaldið og eftir fréttirnar hefur hún tjáð sig við fjölmiðla og sagt að það sé „einstaklega ósmekklegt að búa til „skemmtun“ úr svartri fortíð og hegðun O.J.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!