KVENNABLAÐIÐ

76 ára amma ýtir barnabarninu í hjólastól 24 kílómetra á dag til að komast í skólann

Þegar kemur að fötluðu barnabarni og menntun þess er ekkert sem hin 76 ára amma, Shi Yuying, mun ekki gera. Þessi eldri kona fer margar ferðir í viku, allt að átta ferðir á dag, og hefur gert síðustu fjögur ár til að koma barnabarninu sínu Jiang Haowen í skólann. Hefur hún hug á að halda því áfram, eins lengi og hún getur gengið.

Auglýsing

Jiang er níu ára gamall og var greindur lamaður af völdum heilaskemmda þegar hann var tveggja ára. Foreldrar hans skildu tveimur árum seinna og gifti móðir hans sig nokkrum sinnum aftur. Faðir hans fór að vinna í Guilin til að borga uppihald og umönnun fyrir drenginn. Það kom ekkert annað til greina en að amma hans, Shi, myndi hugsa um hann.

Ekki einungis ýtir hún honum í hjólastólnum til og frá skóla nokkrum sinnum á dag, heldur nuddar útlimi hans og gefur honum ýmis náttúruseyði að drekka í von um að lækna hann. Líf hennar snýst um þennan dreng.

Skóli Jiangs er í þriggja kílómetra fjarlægð frá heimili Shi, en hin 76 ára amma þarf að fara þessa leið frá tveimur sinnum á dag til átta sinnum á dag og sækir hún hann um kvöldið. Það þýðir að hún gengur um 24 kílómetra á dag ýtandi hjólastól. En hún kvartar ekki: „Svo lengi sem ég get ýtt barninu ætla ég að halda áfram,“ segir Shi í viðtalið við Huanqiu News.

Auglýsing

Jiang Haowen hefur, mikið til vegna hjálpar ömmu sinnar, sýnt ótrúlegar framfarir. Hann getur nú staðið upp og jafnvel gengið stuttan spöl með hjálp. Hann á erfitt með að halda á penna vegna heilaskemmdanna en hann er greindur drengur sem hefur mikinn áhuga á stærðfræði.

Fjölskyldan hefur safnað skuldum vegna lækniskostnaðar og meðferða, en ömmu hans er alveg sama. Svo lengi sem drengurinn sýnir framfarir og fær góða menntun er það allt sem skiptir hana máli.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!