KVENNABLAÐIÐ

Kim og Kylie semja frið eftir fæðingu dætra þeirra, Chicago og Stormi

Kim Kardashian og systir hennar Kylie Jenner hafa loks endað stríð sitt sem að mestu var byggt á afbrýðisemi. Þar sem nú eiga þær dætur á sama aldri hafa þær loks hist eftir langan tíma: „Kim og Kylie eru í raun mjög nánar núna í fyrsta sinn í langan tíma og Kim hefur varið miklum tíma með Kylie að undanförnu,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Sú staðreynd að þær eiga dætur á sama aldri lætur þær sjá hversu kjánalegt allt þetta drama var í fortíðinni og Kim vill mjög að dóttir hennar alist upp við hlið Stormi,“ segir hann ennfremur.

Auglýsing

Kim, 37, og Kylie, 20, áttu í deilum vegna snyrtivörufyrirtækjanna sinna, en Kim stofnaði sína línu á eftir Kylie, og var KKW línan mjög svipuð Kylie Cosmetics: „Kim meira að segja bað Kylie afsökunar á að hafa stolið hugmyndinni og Kylie var mjög undrandi. En hún sagði systur sinni að það skipti engu, það væru nægir peningar í umferð.“

Núna eru systurnar að skipuleggja myndatöku saman og hlakka til að vinna saman í stað gegn hvor annarri í framtíðinni.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!