KVENNABLAÐIÐ

Stefnumót Rihönnu og kærastans endar með ósköpum

Söngdívan Rihanna ætlaði að eiga rómantískt stefnumót með kærastanum, Hassan Jameel og vinum þeirra í Napa Valley, Kaliforníuríki. Sjónarvottur segir: „Rihanna var að reykja gras,“ en söngkonan kemur reglulega á veitingastaðinn. „Þetta hefur aldrei verið vandamál en í þetta skipti voru viðskiptavinir á veitingastaðnum að kvarta yfir lyktinni.“

Auglýsing

Rihanna hefur ekki farið í felur með ást sína á kannabisinu – á samfélagsmiðlum má sjá hana rúlla sér eina jónu eða hún er í fatnaði sem ber þess merki. Hassan sem hefur verið kærastinn hennar í um átta mánuði var ekki ánægður, sérstaklega þegar einn þjónninn bar fram kvartanir: „Hassan brjálaðist,“ sagði sjónarvotturinn. „Hann spurði Rihönnu: „Af hverju þarftu alltaf að vera að þessu? Þetta er vandræðalegt!“

hassi

Auglýsing

Viðskiptajöfurinn frá Saudi-Arabíu rauk í burtu frá henni, út um hurðina, fór inn í bíl og keyrði í burtu. Rihanna hljóp á eftir honum með lífverðinum sínum en þegar hún kom á bílastæðið var Hassan á bak og burt.