KVENNABLAÐIÐ

Blótaði upphátt þegar hann sá brúði sína ganga inn kirkjugólfið

Augnablikið þegar brúðurin gengur inn kirkjugólfið er eitt magnaðasta augnablik í öllum brúðkaupum. Þú sérð manneskju sem þú elskar og hjarta þitt ætti að fyllast af hamingju.

Ekki í þessu tilfelli samt. Sean sá brúðina í fyrsta skipti og náðist á myndband það sem hann sagði: „Oh, shit!“

Auglýsing
Maðurinn svitnar hreinlega
Maðurinn svitnar hreinlega

Sean og Jo tóku þátt í áströlskum raunveruleikaþáttum sem kallast „Married at First Sight.“

Brúðkaupið hélt áfram og allir viðstaddir urðu þess varir að maðurinn hreinlega þoldi ekki konuna. Í þáttunum eru tveir einstaklingar paraðir saman og gifta sig í fyrsta sinn sem þeir hittast.

jo23

Bareigandinn Sean (39) var paraður við einhleypu móðurina Jo (39). Jo leit einstaklega vel út á giftingardaginn, í gullfallegum kjól. En hann var greinilega ekki ánægður með þessa pörun sérfræðinga þáttanna. Það sem gerði málið enn klúðurslegra var að Jo var ofboðslega hrifin af Sean. Hún sagði m.a.: „Ég er afar sátt, væntingar mínar stóðust og meira til.“

Auglýsing
Brúðkaupið fór algerlega í hundana
Brúðkaupið fór algerlega í hundana

Síðan að þættirnir voru sýndir hefur Sean kennt gamalli ást sem illa fór um viðbrögð sín. Hann sagði að skilnaður sem átti sér stað fyrir 10 árum ætti sök á því hvernig hann brást við.

Auglýsing

Áhorfendur voru virkilega hneykslaðir á framkomu Sean, eins og gefur að skilja.

jo twee

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!