KVENNABLAÐIÐ

Fókus hópurinn: „Ógleymanleg jólagjöf fyrir okkar að komast í Söngvakeppnina í ár!“

Sykur er að heyra í þátttakendum forkeppni Söngvakeppninnar í ár og verður að segjast eins og er að lögin eru hvert öðru flottara og verður erfitt að kjósa besta lagið sem mun fara út fyrir Íslands hönd til Portúgal í maí. Ert þú búin/n að mynda þér skoðun á hvaða lag þú munt kjósa? Þau Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal mynda Fókus hópinn og syngja þau lagið Battleline / Aldrei gefast upp og voru þau svo indæl að gefa sér tíma í að svara nokkrum spurningum!

Auglýsing

Hvernig kom til að þið eigið lag í forkeppni Eurovision í ár?
– Fljótlega eftir að við hófum að syngja saman kom upp sú hugmynd að reyna að komast inn í Söngvakeppnina. Sigurjón og Rósa höfðu kynnst Michael í keppninni í fyrra og höfðu samband við hann og sömdu lagið með honum. Svo höfðum við strax samband við Þórunni Clausen um að semja íslenska textann og við erum ofboðslega ánægð með hann. Svo biðum við bara með spennuhnút í maganum eftir að fá að vita hvort við kæmumst inn. Allt í einu kom svo símtalið og var það ógleymanleg jólagjöf fyrir okkur.
– Um hvað fjallar lagið?
– Það getur auðvitað haft mismunandi þýðingu fyrir fólk og hvernig það tengir við það í sínu lífi. Fyrir okkur sem hóp tengist þetta að finna ástríðuna í lífi sínu og fylgja draumum sínum alla leið. Það er ekki alltaf auðvelt og oft sem maður fer að efast en þá þarf maður að hafa gott fólk í kringum sig og finna kraftinn til að halda áfram. Í dag erum við orðnir mjög nánir vinir og söngsystkini og reynum að hafa jákvæðni, húmor og vináttu að leiðarljósi og hvetjum hvort annað til að berjast fyrir draumum okkar.


– Hver er ykkar bakgrunnur í tónlist?
– Við höfum öll sungið lengi og lært og unnið við tónlist á ýmsum sviðum. Við kynntumst svo öll í í Voice Ísland og urðum góðir vinir og fundum fljótlega að okkur langaði að prófa að syngja saman og eitt leiddi af öðru og næst á dagskrá er Söngvakeppnin.

Auglýsing
– Hvernig líst ykkur á að taka þátt í Eurovision? Hafið þið tekið þátt áður?
– Eiríkur var í bakröddum í Söngvakeppninni í fyrra og Rósa og Sigurjón voru líka í bakröddum og fengu þar að auki titilinn dansarar. Þetta er samt í fyrsta skipti fyrir okkur öll sem aðal söngvarar og er frábært að hafa stuðning af hvort öðru. Við erum fáránlega spennt fyrir því að taka þátt og ætlum okkur að nýta þetta tækifæri að fullu og gefa allt í þetta.
– Hvað myndi það þýða fyrir ykkur að fara áfram fyrir Íslands hönd?
– Það væri auðvitað ótrúlegur heiður og myndi klárlega breyta lífi okkar allra.
– Hvaða lag finnst ykkur sigurstranglegast…fyrir utan ykkar að sjálfsögðu!
– Okkur finnst öll lögin vera sigurstrangleg enda voru þau valin inn af ástæðu í undanúrslitin. Við reynum að vera ekkert að bera okkur og hina saman og bara einbeita okkur að því að gera okkar allra besta og hafa gaman af þessu ferli.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!