KVENNABLAÐIÐ

Dagur Sigurðsson: „Yrði í raun fáránlegt að vinna keppnina“

Sykur er að heyra í þátttakendum forkeppni Söngvakeppninnar í ár og verður að segja að lögin eru hvert öðru flottara og verður erfitt að kjósa besta lagið sem mun fara út fyrir Íslands hönd til Portúgal í maí? Í dag situr Dagur Sigurðsson fyrir svörum en hann syngur lagið „Í stormi.“

Hvernig kom til að þú átt lag í forkeppni Eurovision í ár?

Júlí Heiðar (höfundur lagsins) hafði samband við mig í nóvember og spurði mig hvort ég væri til í að prófa að syngja lag sem hann væri kominn með inní söngvakeppnina. Hann sendi mér svo lagið og ég féll eiginlega strax fyrir því og úr því varð þetta samstarf.

Auglýsing

Um hvað fjallar lagið?

Lagið fjallar um manneskju sem er að ganga í gegnum breytingar í lífi sínu. Það er einnig baráttusöngur fyrir breytingum og er íslenski textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða hér heima og erlendis.

Hver er þinn bakgrunnur í tónlist?

Ég er búinn að vera að syngja nánast síðan ég man eftir mér. Ég fór í mína fyrstu hljómsveit þegar ég var 13 ára og er búinn að vera að koma fram meira og minna síðan þá.

Hvernig líst þér á að taka þátt í Eurovision (er þetta ekki í fyrsta skipti?)

Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í söngvakeppninni og tilfinningin er bara mjög góð, ég hlakka rosalega til að fá að flytja lagið 17. febrúar…

Auglýsing

Hvað myndi það þýða fyrir þig að fara áfram fyrir Íslands hönd?

Það væri algjör draumur, þetta eru rosalega ólík lög sem eru að keppast um að komast út og öll mjög sterk á sínum sviðum þannig það yrði eiginlega bara fáránlegt að vinna þetta. En við erum klár í allar niðurstöður og það eina sem við getum gert er að negla okkar flutning.

Hvaða lag finnst þér sigurstranglegast…fyrir utan þitt að sjálfsögðu!

Þetta eru allt mjög sterk lög en ef ég ætti að segja eitthvað eitt þá er það Aron Hannes – Golddigger.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!