KVENNABLAÐIÐ

Aron Hannes: „Svolítið landsliðs að fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision!“

Sykur er að heyra í þátttakendum forkeppni Söngvakeppninnar í ár og verður að segja að lögin eru hvert öðru flottara og verður erfitt að kjósa besta lagið sem mun fara út fyrir Íslands hönd til Portúgal í maí? Aron Hannes sem syngur lagið „Golddigger“ situr fyrir svörum í dag!

Hvernig kom til að þú átt lag í forkeppni Eurovision í ár?

Ég fékk að heyra „demo“ af laginu hjá hjá Sveini Rúnari einum af höfundum lagsins. Lagið greip mig alveg og Sveinn Rúnar og Valgeir Magnússon komu með þá hugmynd að senda það í söngvakeppnina og var ekki lengi að hugsa mig um sló til.

Auglýsing

Um hvað fjallar lagið?

Í stuttu máli um mann sem er alveg dáleiddur af stelpu sem að er einungis með honum útaf peningum. Hann er fastur í þeirri stöðu.

Hver er þinn bakgrunnur í tónlist?

Hef sungið frá 4 ára aldri og kem úr tónlistarfjölskyldu ef svo má orði komast. Mamma og tvær systur mínar eru söngkonur og pabbi slagverksleikari, þannig að ég ólst upp mikið í tónlist. Ég hef tekið þátt í ýmsu, ég vann Jólastjörnuna árið 2011, var í öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna árið 2015, þriðja sæti í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 með lagið Nótt/Tonight og svo hef gefið út tvo lög þau Sumarnótt og Morgunkoss.

Hvernig líst þér á að taka þátt í Eurovision?

Ég er spenntur fyrir þessu öllu saman. Gaman að fá að upplifa þetta ævintýri aftur.

Hvað myndi það þýða fyrir þig að fara áfram fyrir Íslands hönd?

Það myndi þýða helling fyrir mig og minn ferill. Það er svolítið landsliðs að fara fyrir hönd Íslands í Eurovision og er ég meira en tilbúin í gera það.

Auglýsing

Hvaða lag finnst þér sigurstranglegast…fyrir utan þitt að sjálfsögðu!

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki enþá náð að rúlla í gegnum lögin. Búin að vera stífar æfingar uppá síðkastið fyrir atriðið okkar og þar af leiðandi hefur gefst lítill tími í að skoða hin lögin.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!