KVENNABLAÐIÐ

Kendra Wilkinson ver móðurhlutverkið eftir framhjáhald eiginmannsins

Kendra Wilkinson, sem þekktust er fyrir raunveruleikaþætti sína og vera ein af „kanínum“ Hughs Hefners sáluga, ver móðurhlutverkið á samfélagsmiðlum eftir að eiginmaður hennar var ekki með giftingahringinn sinn eftir framhjáhald.

Kendra sem er 32 ára gömul fór á Twitter og sagðist „neita að verða fullorðin“ nokkrum dögum eftir að Hank Baskett sást án hringsins: „Hver í fjandanum skrifaði regluna að um leið og þú verður „fullorðinn“ að maður geti ekki verið maður sjálfur. Og hver sagði að maður þyrfti að fá samviskubit að njóta sín sem fullorðinn?“

Auglýsing

Það eina sem ég mun aldrei gera er að hefja hjarðhegðun, sagði hún einnig.

Hank er fyrrum NFL íþróttamaður og var hann ekki með neinn giftingahring þann 19. janúar síðastliðinn. Þegar hann áttaði sig á að hann hefði verið spottaður reyndi hann að fela hann.

Parið hefur ekki sést saman í nokkrar vikur og bauð það uppá vangaveltur um framtíð hjónabandsins. Kendra er reið, því þau eiga tvö börn saman: „Fólk veit þetta ekki um mig, en það hefur ekki hugmynd um hvernig ég el upp börnin mín. Það er afar persónulegt, mér líður eins og það sé mitt litla leyndarmál. Börnin mín tvö eru bestu manneskjur sem ég veit og ég er ekki að segja þetta því ég er mamma þeirra.“

Auglýsing

Hank átti í sambandi árið 2014 við transkonuna Ava Sabrina London, sem sagði slúðurmiðlum frá nánustu samskiptum þeirra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!