KVENNABLAÐIÐ

Er andlegri heilsu Selenu Gomez að hraka á ný?

Vinir söngdívunnar Selenu Gomez hafa auknar áhyggjur af heilsu hennar eftir röð atvika og furðulegrar hegðunar, samkvæmt US today. Selena sem er 25 ára er sögð vera aftur farin að hitta gamla kærastann Justin Bieber og segja vinir hennar að hún eigi til að vakna klukkan fjögur á morgnana, hringja í þá og skella svo á í miðri setningu: „Þetta er mjög furðulegt,“ segir vinur hennar í viðtali við In Touch og segir að stutt sé milli hláturs og gráts hjá henni.

Auglýsing

Öðrum stundum fer hún ekki fram úr rúminu: „Hún getur eytt dögum saman í rúminu,“ segir þessi sami vinur. „Hún hegðar sér á mjög óútreiknanlegan hátt.“

Auglýsing

Selena hefur farið á meðferðarstöðvar, síðast árið 2016, vegna kvíða og þunglyndi og telja vinir hennar að hún geti verið hætt komin á ný. Telja þeir einnig að taka saman við Justin geti ekki gert henni neitt gott. Aðspurð hvað sé að segir söngkonan að henni líði eins og hún sé að missa tökin: „Selena segir öllum að hún sé upp og niður og geti ekkert gert í því, veikindin hennar hafi tekið yfirhöndina.“

Móðir Selenu, Mandy Teefey sagði nýlega að dóttir sín væri „ekki hamingjusöm“ með að vera aftur byrjuð með Justin.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!