KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að Kim og Kanye nefndu dóttur sína Chicago

Keeping Up With the Kardashians stjarnan Kim Kardashian braut næstum því internetið í dag þegar hún tilkynnti um nafn nýju dótturinnar Chicago West! Var nafnið ekki hennar ákvörðun að sögn Radar, heldur Kanyes: „Nafnið er algerlega á ábyrgð Kanye. Hann vildi nafn sem sýndi uppeldi hans virðingarvott og honum fannst að mamma hans sáluga, Donda, hefði elskað nafnið,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing
Kim og Kanye með Saint og North
Kim og Kanye með Saint og North

Fjórum dögum eftir að Chicago fæddist á Cedars-Sinai spítalanum í L.A. tilkynnti Kim um nafnið á appinu sínu. „Kim var á móti nafninu fyrst. Þegar hún hinsvegar áttaði sig á að hún gæti kallað hana „Chi“ gaf hún eftir. Henni líkar nafnið Chi og segir öllum að hún muni aldrei kalla dóttur sína Chicago.“

Auglýsing

Fjölskylda Kim er hinsvegar ekki ánægð: „Þau voru mjög vonsvikin.“ Kim og Kanye höfðu rætt nafnið Donda eftir móður hans sem lést árið 2007. Kim hafði hinsvegar neitunarvaldið í hendi sér.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!