KVENNABLAÐIÐ

Ed Sheeran trúlofaður ástinni sinni

Breski söngvarinn Ed Sheeran tilkynnti á Instagram að hann og unnustan Cherry Seaborn eru trúlofuð. Söngvarinn sem er 26 ára póstaði mynd af sér haldandi utan um Cherry sem er 25 ára endurskoðandi, kyssandi hana á kinnina með undirskriftinni: „Náði mér í unnustu rétt fyrir nýárið. Við erum hamingjusöm og ástfangin og kettirnir okkar eru einnig dekraðir xx“

Auglýsing

Aðdáendur kepptust við að óska parinu til hamingju, en þau hafa verið að hittast síðan árið 2015. Þau hittust í menntaskólanum Thomas Mills High School í Framlingham.

Þegar Ed hefur verið spurður um framtíð sambandsins með Cherry hefur hann sagt: „Ég er mjög öruggur með það“ og viðurkenndi að hann hefði mikinn hug á að hefja fjölskyldu með menntaskólaástinni: „Ég er tilbúinn, hljómsveitar-rútu börn, lítil feit börn sem arka um allt.“

Auglýsing

Ed neyddist til að svara því þegar leikarinn Russel Crowe kynnti Cherry sem unnustu hans: „Hann hitti Cherry bara einu sinni og ég kynnti þau ekki, ég sagði ekki neitt. Ég held að hann hafi haldið það bara.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!