KVENNABLAÐIÐ

Svona vinnur nútímanornin Sabrina: Myndband

Margir héldu að nornir hefðu orðið atvinnulausar uppúr miðöldum en það virðist ekki vera rétt. Sabrina Scott er nútímanorn, hún býr til seiða sem hjálpa fólki að auka fé sitt, finna ástina og stunda betra kynlíf. Sabrina er tæknikennari sem vinnur einnig við galdrabrögð og býr í Toronto, Kanada. Hún er aðeins 27 ára en hefur verið viðriðin galdramál síðan hún var sjö ára, aðallega vegna hvatningar foreldra sinna. Þrátt fyrir að hún noti ekki galdrastaf kann hún að búa til seiða eða leggja á álög og notar hún kerti, jurtir, helgisiði og blóm. Hún lofar alltaf jákvæðri útkomu og áhugavert er að fá innsýn inn í líf hennar…

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!