KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Kim og Kanye fædd!

Mánudaginn 15. janúar fæddist dóttir Kim og Kanye með aðstoð staðgöngumóður. Heilsast móður og barni vel, samkvæmt talsmanni Kim. Nafnið hefur ekki verið gert opinbert en hún á eldri systur, North (2) og eldri bróður Saint (2). Vó stúlkan 3,4 kíló sem þýðir að hún var um 14 merkur.

Auglýsing

Kim hefur talað opinskátt um vanda sinn að ganga með börn og segir það ekki hafa verið auðvelt að finna staðgöngumóður: „Að finna staðgöngumóður sem þú raunverulega treystir er meira mál en þú getur ímyndað þér. Þú þarft að vera viss um að þær lifi heilbrigðu lífi og þær þurfa að fara í gegnum sálfræðimat og það var um ár þar til við fundum réttu manneskjuna.“

Kim segir einnig: „Þetta er skrýtið þegar það snýst ekki um þína meðgöngu. Ég veit ekki hvort ég ætti að fara að borða kleinuhringi og fagna eins og áður eða fara í ræktina. Ég á eftir að gleyma öllu og svo mánuði áður…holy s..t við eigum eftir að búa til barnaherbergi.“

Auglýsing

Kim var ekki viss hvernig hún ætti að segja börnunum sínum frá þessu, hvernig hún hefði orðið til: „Ég vildi auðvitað að staðgöngumóðirin væri í teitinu sem fagnaði barninu en ég hef ekki útskýrt þetta fyrir börnunum. Ég þarf að láta þau hitta hana fyrst og þú veist, fagna barninu. Ég þarf að finna leiðina til að gera þetta rétt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!