KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan January Jones er að hitta Nick Viall, „The Bachelor“

Stjörnur úr þáttunum The Bachelor eru nú farnar að hitta Hollywoodstjörnur: Raunveruleikastjarnan Nick Viall sem var aðalstjarnan í einni seríu The Bachelor er nú að hitta hina gullfallegu leikkonu, January Jones.

Auglýsing

Viku eftir að Nick sleit trúlofuninni með unnustunni sem hann valdi í þáttunum, Vanessa Grimaldi, hafa þau oft sést saman. January sagði við þáttastjórnandann James Corden að hún væri „ofur-aðdáandi“ þáttanna (e. super-fan): „Þú veist ekki hvort þú sért hrifin af honum eða hann sé skíthæll, þessvegna dregst ég að honum kannski,“ lét January út úr sér. Eftir þáttinn hafði Nick samband við January og eru þau að hittast í dag.

Nick og Vanessa
Nick og Vanessa
Auglýsing

„Þau hafa verið að hittast í tvo mánði núna. Hún sagði í ‘The Late Show’ að Nick hefði haft samband og reynt að fá hana í keppni í lip-sync. Hún neitaði en bað hann um að bjóða sér í drykk og hún þáði það. Þau hafa verið að hittast síðan þá, um miðjan nóvember á síðasta ári,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Page Six. Leikkonan fagnaði fertugafmælinu sínu síðastliðinn laugardag með Nick sér við hlið í Los Angeles.

Bachelor stjarnan Wells Adams sem var áður í þáttunum er að hitta Modern Family stjörnuna Sarah Hylan.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!