KVENNABLAÐIÐ

„HJÁLP! Ég get ekki hætt að njósna um kærastann á Facebook!” – Myndband

Sambandsþjálfinn Virgina Feingold Clark, sem að sögn hefur næma þekkingu á undirvitund mannsins og hefur starfað sem dáleiðari í hartnær 12 ár, hefur þjálfað hundruðir kvenna í því skyni að hjálpa þeim að sprengja hlekki þráhyggju og alls kyns vitleysu tengdri tilfinningalífinu af sér.

Í meðfylgjandi myndbandi tekur Virgina hina þrálátu hegðun fyrir og ræðst ekki á garðinn sem hann er lægstur; hér má nefnilega sjá ansi skilvirka hugvekju sem er beint til þeirra kvenna sem geta ekki hætt að njósna um ástmenn sína og eiginmenn á Facebook, Twitter og fleiri samskiptasíðum.

Auglýsing

„Ertu alltaf að tékka gaurinn út á Facebook? Ertu límd við Twitter síðuna hans? Ertu alltaf að skoða hvern hann er að tala við … og hvað hann er að gera?“ spyr Virginia. „Hefur þú reynt að hætta en getur það ekki?“ bætir hún svo við.

Að endingu varpar hún stóru spurningunni fram: „Af hverju ertu að njósna um manninn?“

Auglýsing

Hér má sjá óborganlega ráðgjöf Virginiu, sem er skemmtilega skörp:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!