KVENNABLAÐIÐ

Charlotte prinsessa í skýjunum fyrsta daginn í leikskólanum!

Charlotte prinsessa er að verða stór! Á myndunum má sjá litlu prinsessuna sem virðist afar hamingjusöm að byrja í leikskóla. Hún var með bleikan trefil, kirsjuberjarauða kápu og skó í stíl, með lítinn bleikan bakpoka fyrir dótið sitt.

Hún er nú orðin tveggja ára og voru myndir teknar af henni fyrir utan Kensingtonhöll um morguninn áður en hún lagði af stað í leikskólann sem heitir Willcocks Nursery School. Talsmaður hallarinnar sagði: „Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge eru glöð að deila með ykkur myndum af Charlotte prinsessu í Kensingtonhöll í morgun.“

Auglýsing

cahr2 char1

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!