KVENNABLAÐIÐ

Courtney Stodden grátbiður eiginmanninn að skilja ekki við sig

Courtney Stodden, sem varð þekkt fyrir að giftast leikaranum Doug Hutchison aðeins 16 ára gömul þegar hann var fimmtugur, er nú í sárum eftir að hann vill ekkert með hana gera. Í póstum sínum á samfélagsmiðlum hefur hún grátið og beðið hann um að hætta við skilnaðinn sem er á lokastigum því hún sé hreinlega að „deyja án hans.“

Auglýsing

Courtney sem nú er 23 ára gömul hefur átt erfitt eftir skilnaðinn. Hún hefur hitt fullt af mönnum á því ári síðan leiðir skildu en Courtney vill nú engan annan en Doug.

„Við erum ekki á góðum stað núna,“ segir hún um hann. „Ég særði hann mjög. Ég verð samt að fá hann til baka, ég er að deyja án hans.“

Grét Courtney mjög í myndböndum sem hún deildi á samfélagsmiðlum vegna mannsins sem móðir hennar leyfði henni að giftast þegar hún var bara táningur.

Auglýsing

„Ég þarf Doug í líf mitt. Ég hef hafnað honum allt of lengi. Mér líður skelfilega. Hann er sá eini sem ég hef getað reitt mig á.“ Raunveruleikastjarnan útskýrði af hverju hún væri á samfélagsmiðlum að tjá ást sína á honum: „Ég er bara að sýna honum hversu mikið ég elska hann, eins mikið og ég get.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!