KVENNABLAÐIÐ

Sláandi upplýsingar um hjónaband Donalds og Melaniu Trump í nýrri bók

Nýja bókin sem er að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum segir að hjónin talist varla við og deili aldrei rúmi. Fire and Fury: Inside the Trump White House eftir Michael Wolff hefur nú þegar verið sögð „fölsk og tilbúningur“ af Donald á Twitter (við hverju öðru var að búast) en útgáfu bókarinnar var flýtt því Trump hótaði lögbanni.

Wolff segist hafa tekið viðtal við fjölda fólks og jafnvel Trump sjálfan, um annað má lesa í greininni HÉR.

Auglýsing

Hinsvegar koma einnig fram áhugaverðar upplýsingar um hjónaband Donalds og Melaniu sem gengu í hjónaband árið 2005. Sagt er að þau tali varla saman og stundum líða nokkrir dagar án þess að annað viti af hinu. Donaldi virðist finnast „flókið“ að vera í hjónabandi og hann þekki varla Barron sem er 12 ára og „noti hann“ eingöngu til að mæta á opinbera viðburði.

„Hjónaband Donalds Trump var erfitt að skilja fyrir næstum alla í kringum hann. Allar þessar einkaflugvélar og mörg heimili. Hann og Melania eyddu litlum tíma saman. Þau höfðu stundum ekki samband svo dögum skipti, þrátt fyrir að vera bæði í Trump Tower. Oft vissi hún ekki hvar hann var, eða var sama. Eiginmaður hennar fluttist milli heimila og herbergja oft og mörgum sinnum,“ skrifar Wolff.

Auglýsing

Melaniu er lýst sem „trophy wife“ (erfitt að þýða á íslensku – eiginkona sem sýnir vinning) og Wolff skrifar að Donald sé ekkert viðstaddur uppeldi Barrons. Einnig er gefið í skyn að Donald og Melania deili ekki svefnherbergi og eru það því fyrstu hjónin til að gera slíkt síðan Jackie og John Kennedy voru í Hvíta húsinu.

a mel nu

Á kvöldin er Donald sagður hafa furðulegan hátt á. Hann læsir svefnherberginu sínu svo eiginkona og öryggisverðir komist ekki inn, borðar ostborgara og horfir á ekki eitt heldur ÞRJÚ sjónvörp. Hann vill helst komast í rúmið klukkan 18:30 á kvöldin.

Forsetinn kýs helst McDonalds því hann er sjúklega hræddur um að eitrað verði fyrir sér. Þar sem skyndibiti er þegar til þegar komið er á staðinn telur hann það öruggari kost.

a truuu

Melania var ekkert spennt fyrir því að eiginmaðurinn yrði forseti, í raun þvert á móti. Enginn trúði að hann gæti verið forseti, ekki hann sjálfur eða starfslið hans. Wolff skrifar: „Stuttu eftir klukkan átta kosninganóttina var það staðfest – Trump gæti í raun unnið – og Donald Jr. sagði föður sínum það. Donald leit út eins og hann hefði séð draug. Melania grét – og það voru ekki gleðitár.“

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!