KVENNABLAÐIÐ

Saint, tveggja ára sonur Kim og Kanye, á spítala

Ekki góð byrjun á nýju ári fyrir Kim Kardashian og Kanye West: Saint sem er orðinn tveggja ára gamall var fluttur á bráðamóttöku fyrir tveimur dögum, en orsökin virðist vera lungnabólga. Kim birti upplýsingarnar á Instagram.

Auglýsing

„Elsku drengurinn minn er svo sterkur! Eftir að hafa eytt þremur dögum á spítala og fengið lyf í æð og súrefni er hann loksins að braggast. Lok ársins voru virkilega skelfileg fyrir okkur. Lungnabólga er virkilega hræðileg,“ segir Kim.

„Ég vil þakka hjúkrunarkonum og læknum sem vinna allan sólarhringinn…við erum svo þakklát. Hann er kominn heim og líður betur. Hann er svo seigur að hann segir eflaust að ferðin í sjúkrabílnum hafi verið svöl!“

Auglýsing

Á næstunni munu Kim (33) og Kanye (40) líka heimsækja spítalann í öðrum erindagjörðum en von er á þriðja barninu gegnum staðgöngumóður á næstunni.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!