KVENNABLAÐIÐ

Gæludýrastjörnuspáin!

Við mannfólkið erum ekki þau einu á valdi stjarnanna, það eru dýrin líka. Hægt er að greina hegðunarmynstur dýra eftir stjörnunum. Skoðaðu stjörnuspá gæludýrsins þíns!

Hrútur

Aries_Glyph

En dásamlegt! Þú ert bókuð/aður í snyrtingu! Að henni lokinni verður þú sannarlega miðpunktur athyglinnar fyrir að vera svona gasalega mikið krútt. Mennski vinur þinn elskar að hafa þig sæta/n og fína/n þar sem hann lítur á þig sem framlengingu á sjálfum sér. Þegar þú lítur vel út lítur hann vel út líka! Kúr og kel frá sambýlisfólki og gestum halda þér nærðum og öruggum. Þú passar svo vel við eiganda þinn að það er engin furða hvað hann nennir að dekra við þig.

Auglýsing

Naut

taurus-sun-sign-symbol

Stundum ertu leið/ur vegna þess að möguleikar þínir eru takmarkaðir. Að halda sig heima við er ekki beint þinn stíll, þú kýst fremur að strjúka um frjálst höfuð. En það hefur sína kosti að vera kyrr. Það gefur þér tíma til að verja með fjölskyldunni og leggja þitt af mörkum. Ef það eru börn í fjölskyldunni getur þú passað þau og látið fullorðna fólkið vita ef þið verðið vör við vandræði. Sérfræðiþekking þín í skemmtilegum leikjum gerir þig fullkomna/fullkominn í starfið!

Cute-Kitten-kittens-16096566-1280-800

Pretty-Kittens-in-yard-kittens-13937766-1920-1200

Tvíburi

gemini-symbol

Finnuru fyrir því? Spennunni í loftinu og aukinni hreyfingu á heimilinu? Það er verið að skreyta húsið og þú ert að verða óróleg/ur. Þetta skraut gæti þó enst inni á heimilinu í dálítinn tíma svo þú verður að venjast því. Þar að auki þarftu að passa þig á því, það er brothætt og aðeins sett fram einu sinni á ári!

Krabbi

Cancer-symbol

Þú átt þér vonbiðil í hverfinu eða allavega einhvern álitlegan aðdáanda sem kemur í heimsókn öðru hvoru. Hvernig sem það fer þá er ástin í loftinu. Njóttu tímabilsins til hins ítrasta. Þú getur farið að huga að jólum, hver veit hvort þú færð eitthvað skemmtilegt dót í jólagjöf?

Ljón

leo-sun-sign-symbol

Þegar viðgerðir fara í gang á heimilinu getur þú valið um að hjálpa til eða hlaupa og fela þig. Þeir sem deila með þér heimili munu finna sig knúna til að breyta til í húsinu og þetta veldur þér kvíða. Farðu varlega eftir breytingarnar, þú verður að kynnast nýja umhverfinu á þínum hraða. Breytt uppröðun á húsgögnum getur orðið þér að falli.

Meyja

il_570xN.452577220_g7cn

Hefurðu tekið eftir breyttu viðhorfi fólks og annarra dýra í þinn garð? Getur verið að þú sért búin/n að vera hávær eða óþekk/ur upp á síðkastið? Þú ættir að vinna í þér. Ef það er eitthvað sérstakt sem veldur því að þú gerir mistök, leggðu þig fram við að sýna eiganda þínum hvað það er. Fólk kann að meta rólegt andrúmsloft heima við þegar það kemur heim eftir erfiðan dag. Með smá fyrirhöfn gætir þú hjálpað til við að skapa það andrúmsloft.

Auglýsing

kittens-in-underpants-big

Best-Friends-kittens-36858183-1280-1024

Vog

Amorton_libra_lrg

Þig langar kannski til að öskra þegar þú sérð að matardiskurinn þinn er tómur þegar hann á að vera fullur, eða þegar mannfólkið skammar þig og refsar þér. Reyndu að sýna æðruleysi í slíkum aðstæðum. Gerðu það sem þú getur til að koma í veg fyrir sprengingar; horfðu á skemmtilegan stjónvarpsþátt eða hlustaðu á róandi tónlist til að hjálpa þér að komast í gegnum þetta tímabil. Líttu inn á við til að komast að því hvers vegna hlutirnir eru að fara úrskeiðis.

Sporðdreki

twa2_3

Það eru spennandi áhrifavaldar í umhverfi þínu sem kalla meira á þig en vanalega. Það er kominn tími fyrir þig til að stíga inn í sviðsljósið og láta persónuleika þinn skína í gegn. Kannski er fólkið þitt að undirbúa sérstaka veislu fyrir þig! Vertu tilbúinn til að láta koma þér á óvart.

Bogmaður

zodiac_symbol_Sagittarius_BW

Eftir nokkra klukkustunda hvíld ertu líkleg/ur til að vera full/ur af orku og þig mun langa til að haga þér illa. Þú veist samt vel að eigandi þinn mun reiðast þér ef þú svalar þessari fýsn, en á sama tíma á hann að hafa áttað sig á hversu mikilli orku þú býrð yfir og sýna því skilning að hún sé að hámarkast um þessar mundir. Þér verður trúlega fyrirgefið.

Steingeit

capricorn-sun-sign-symbol

Ef dásamlegur ilmur lokkar þig yfir í eldhúsið getur þú ekki annað en látið ginnast. Það eru til nokkrar leiðir til að fá sínu framgengt, til dæmis gætir þú lagst við fætur manneskjunnar sem er að undirbúa matinn, horft á hana spurnaraugum og vonað það besta. Þú gætir líka beðið eftir að allir fari úr eldhúsinu og stolist þá í afgangana. Hvaða herbrögðum ætlar þú að beita?

puppy-lemon-law-laws-for-puppies-dogs-pets

puppy_23

Vatnsberi

Aquarius-sun-sign-symbol

Það er alltaf ánægjulegt að heimsækja þá nágranna sem eru vinalegir en þú gætir orðið dálítið feimin/n í aðstæðum þar sem þú rambar fram á ókunnuga manneskju á ókunnugum stað. Það skiptir ekki máli hvað olli því að þú fannst þig í slíkum aðstæðum, það sem gerist næst er það sem skiptir máli. Búðu þig undir að mynda óvænt tengsl. Þú munt finna fyrir orku nýja vinar þíns og það verður stórkostleg vinátta. Þú getur byrjað að hlakka til.

Fiskarnir

pisces-sun-sign-symbol

Þú ert skynsöm/samur, hagar þér vel og veldur eiganda þínum engum áhyggjum um þessar mundir. Það er væntanlega vegna þess að þú fékkst nægju þína af spennu í seinustu viku. Núna þarftu að fara að róa þig svoldið mikið niður. Ef þú æsir þig er það vegna þess að eigandi þinn er að reyna að breyta þér og þinni hegðun. Það er frekar ósanngjarnt og þú skalt mótmæla því harðlega.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!