KVENNABLAÐIÐ

Hvernig áttu að segja besta vini þínum að þú elskir hann

Þetta er ekki auðvelt. Hvernig segir þú besta vini þínum að þú sért ástfangin af honum. Ef þú ert í þeim sporum að vera hrifin af besta vini þínum og ert í raun búin að vera það lengi þá ættir þú að lesa áfram. Eða ef þú þekkir einhvern sem er í þessum sporum þá væri fallegt að senda þetta á viðkomandi og vonandi eru þetta ráð sem hjálpa.

about-time-kiss

 

Ekki vera fljótfær
Þegar þú segir honum að þú sért ástfangin af honum þá áttu í hættu að breyta öllu ykkar sambandi. Vertu viss um að hann sé á góðum stað í lífinu, ekki nýhættur með stelpu og í ástarsorg eða hrifinn af annarri. Því auðveldar sem það er að vera með honum því auðveldara verður það fyrir þig að játa að þú sért hrifin af honum. Það er munur á að vera hrifin og ástfangin svo vertu viss um tilfinningar þínar áður en þú ferð að játa ást þína á honum. Þetta gæti verið tímabundin hrifning og þá er það ekki þess virði að fara hætta vinskapnum. Láttu góðan tíma líða áður en þú segir honum þetta. Ef hrifningin dofnar á einhverjum vikum þá verður þú svo fegin að hafa beðið og ekki sagt neitt við hann.

Auglýsing

 

Það er betra að vita sannleikann
Það eru fullt merkjum um að vinur þinn elskar þig ef þú í raun leitar eftir þeim. Ef hann vill t.d. alltaf vera einn með þér, er allaf í sambandi við þig, verður afbrýðisamur ef annar sýnir þér áhuga, leitar alltaf af þér og vill vera nálægt þér ef þið eruð í fjölmenni og fleira slíkt. Þessum merkjum ættir þú að leita eftir ef þú ert að spá í að segja við vin þinn að þú sért ástfangin af honum.

couple-love
Líkamleg snerting
Vinir geta verið mjög væmnir við hvort annað en þó ekki á rómantískan hátt. Haldist þið í hendur, faðmið hvort annað, haldið utan um hvort annað og annað slíkt? Ef svo er skalt hætta því og ekki láta vin þinn verða of vanann því að hann megi koma við þig. Láttu hann frekar langa að snerta þig og þannig getur þú byggt um kynferðislegan áhuga hans á þér.

Skemmtu þér
Að gera eitthvað skemmtilegt saman en frábær leið til að brjóta ísinn. Ef þið hafið gaman af því að teikna, náðu í blað og settu á milli ykkar og teiknið. Ef ykkur finnst gaman að fara í ræktina og taka á því, farið þá saman í ræktina. Ef þið elskið bæði að spila tölvuleiki, gerið það þá saman. Þegar þið eruð svo að gera eitthvað skemmtilegt saman þá getur þú látið hann vita að þú sért hrifin af honum.

dating-couple
Komdu honum á óvart
Strákar elska að láta koma sér á óvart alveg eins og stelpur. Skipuleggðu eitthvað sem kemur honum skemmtilega á óvart. Það gæti verið lautarferð, ferðalag, óvissudagur eða hvað sem þér dettur í hug.

Auglýsing
Tímasetning
Veldu réttan stað og stund til að segja honum frá tilfinningum þínum sem þú berð til hans. Það má ekki vera þegar annaðhvort ykkar er að flýta sér einhvert og ekkert má vera að trufla ykkur. Ef þú ætlar að segja besta vini þínum að þú sért ástfangin af honum þá er best að það sé á sérstökum stað sem þið fílið bæði.

Gangi þér vel!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!