KVENNABLAÐIÐ

Fjölmiðlaparið Viktoría Hermanns og Sóli Hólm eiga von á barni!

Hið nýtrúlofaða par, Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir sem bæði eru þekkt úr íslenskum fjölmiðlaheimi og starfa nú bæði á RÚV staðfesta nú ást sína. Þau eiga von á barni!

Auglýsing

Sóli segir á Facebook: „Nú standa yfir samningaviðræður við Mörtu Hermannsdóttur (84) um að hún rífi fram dagmömmugallann að nýju eftir að hafa lagt hann á hilluna fyrir ári síðan. Ástæðan er sú að fjölskyldan á Hringbraut 94 verður 6 manna batterý í mars á næsta ári. Það er því einlægur vilji okkar að Marta — sameiginleg frænka okkar Viktoríu — flytji í kjallarann, verði hornkerling á Hringbrautinni og sjái að mestu um uppeldi barnsins. Við erum annars auðvitað í skýjunum með væntanlegan erfingja og stóru systkinin að springa úr spenningi. Það verður dásamlegt að fá þennan einstakling í hendurnar.“

Auglýsing

Við óskum parinu að sjálfsögðu innilega til hamingju!
soli1

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!