KVENNABLAÐIÐ

Átta skelfilegir dauðdagar

Dauðinn er óumflýjanlegur, það vita allir. Hvernig dauðdagann ber að veit hinsvegar enginn. Fólk hefur látist á ótrúlegan hátt…í keppnum, skemmtigörðum, jafnvel við að vinna í lottóinu!

Það eru milljón leiðir til að deyja. Hér verða átta taldar til – allar sem gerðust í raun og veru.

dau1

Andlát meðal píranafiska

Þetta atvik gerðist í bænum Rosario del Yata í Bólivíu árið 2011. Átjánn ára piltur var drukkinn þegar hann ákvað að hoppa úr kanóinum sínum ofan í fljót sem píranafiskar héldu til. Það var ekki að spyrja að leikslokum – fiskarnir hreinlega átu hann. Reyndar er sjálfsvíg meðal bólivískra sjómanna algengt á þennan hátt, en sú var ekki raunin í þessu tilfelli.

Auglýsing

dau2

Skeggdauði

Hans Steininger var þekktur á árunum í kringum 1560 fyrir að hafa lengsta skegg í heimi. Mældist það um 1,3 metri. Hann var afar stoltur af skegginu sínu og hlýtur það að hafa komið á óvart þegar það „sveik hann.” Hafði hann skeggið oft rúllað upp í leðurveski þannig hann gæti hreyft sig á eðlilegan hátt. Einn daginn gleymdi hann því og svo óheppilega vildi til að það kviknaði í húsinu hans. Þegar hann hljóp út úr byggingunni datt hann um skeggið sitt og hálsbrotnaði.

dau77

Dauði í brúðkaupsmyndatöku

Brúðkaup þýðir oftast nýtt upphaf hjá flestum en ekki fyrir þessa ungu konu. Þrítug kona fór í brúðkaupsmyndatöku nokkrum vikum eftir brúðkaupið. Gerðist þetta hjá Ouareau ánni nálægt Montreal í Kanada. Stóð hún í vatninu þegar myndirnar voru teknar. Var hún í afar þungum og efnismiklum kjól sem drakk í sig vatnið. Hún bað ljósmyndarann að hjálpa sér þegar hún áttaði sig á hvers kyns var, en hann var of seinn – kjóllinn sökk og brúðurin með.

Auglýsing

dau88

Brókardauði

Brókun (e. wedgie) er athæfi þar sem nærbuxurnar eru togaðar upp fyrir buxurnar. Þetta á að þykja fyndið og er stundað oft í grunnskóla. Þessu atviki var hinsvegar ekki ætlað að vera fyndið. Stjúpsonur manns lenti í rifrildi við hann og sonurinn rotaði stjúpföðurinn. Þegar hann varð meðvitundarlaus dró stjúpsonurinn nærbuxurnar upp yfir höfuð hans og skildi hann þar eftir og maðurinn lést. Við krufningu kom í ljós að maðurinn lést ekki eingöngu vegna höggsins, heldur kafnaði hann einnig í nærbuxunum.

dau87

Grafin lifandi

Kona sem var ranglega greind látin í Rússlandi vaknaði upp úr meðvitundarleysi á útfarardaginn. Sú vitneskja að átta sig á að hún var í raun í líkkistu og hún vissi að grafa ætti hana lifandi lét hana öskra svo klukkutímum skipti. Enginn heyrði í henni og hún fékk hjartaáfall og lést á þann hryllilega hátt.

dau99

Drukknaði í lífvarðateiti

Maður í New Orleans í Bandaríkjunum drukknaði í sundlaug í teiti sem haldið var fyrir lífverði. Voru þeir að fagna því að enginn hafði drukknað þetta misserið. Þegar teitið var á enda sá einhver mann á botni laugarinnar. Þrátt fyrir að þessi maður hafi ekki verið gæslumaður/lífvöfrður sjálfur, voru þó nokkrir þar að skemmta sér. Því miður sá enginn til hans og þegar þetta uppgötvaðist var maðurinn því miður andvana.

dau55

Kú sem olli dauða

Þetta hlýtur að teljast einn óvenjulegasti dauðdagi allra tíma.

Joao Maria De Souza var sofandi í rúmi sínu þegar kú féll í gegnum þakið og á hann. Hann lést samstundis. Talið var að kúin hafi klifrað upp á þakið sem var mjög bratt. Þegar hún rann niður hélt þakið ekki þyngd hennar. dýrið féll niður 2,5 metra og beint á sofandi manninn. Þrátt fyrir að kona hans hafi sofið við hlið hans slapp hún með skrámur.

dau22

Gríski heimspekingurinn sem henti sér á eldfjall

Ekki voru allir grískir heimspekingar gáfaðir. Empedocles er sagður hafa hent sér á eldfjall á Sikiley því hann hélt að þannig myndi hann breytast í ódauðlegan guð. Eldfjöllum er hinsvegar alveg sama hvað fólk heldur og grillaði hann. Það eina sem var eftir voru sandalarnir hans, en það vildi eldfjallið ekki.

Heimild: Oddee.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!