KVENNABLAÐIÐ

Hætti í vinnunni til að geta gefið kærastanum brjóst á tveggja tíma fresti

20 árum eftir að hafa eignast barn tók móðir sig til og ákvað að leita að kærasta sem hefði áhuga á brjóstagjöf…þ.e. að drekka mjólkina sjálfur. Jennifer Mulford var barþjónn sem hætti í vinnunni sinni því hún vildi fara í samband með Brad Leeson. Krafðist það þess að hún þyrfti að gefa honum brjóst á tveggja tíma fresti (já, við erum ekki að grínast!)

Auglýsing

Adult Breastfeeding Relationship (ABR) er heiti á sambandi þar sem fullorðinn einstaklingur drekkur brjóstamjólk úr hinum. Jennifer Mulford hafði ekki eignast barn/haft barn á brjósti í 20 ár. Til að fá mjólk úr brjóstunum þurfi Brad að „þurrmjólka“ brjóstið á tveggja tíma fresti til að blekkja líkamann til að halda að hann væri að gefa barni næringu þannig hann byrjaði að framleiða mjólk.

Jennifer var einhleyp þegar hún rakst á vefsíðu um ABR. Hún segir: „Þegar ég las um hvaða áhrif brjóstagjöf hefði í sambandi fólks, þ.e. að þau yrði afar náin, varð ég afbrýðisöm. Ég hef alltaf notið þess að láta gæla við brjóstin á mér í kynlífi meira en allt annað, þannig ég vissi þetta væri fyrir mig.“

Jennifer sem er frá Atlanta, fór að leita að mönnum sem væru opnir fyrir þessari hugmynd: „Þegar ég las um þessa fölskvalausu gleði sem brjóstagjöfin gaf fullorðnum varð ég óþreyjufull að leita að félaga sem gæti deilt þessari tilfinningalegu reynslu með mér. Ég reyndi stefnumótasíður, setti auglýsingar á ABR spjallsíður og setti meira að segja auglýsingu á Craigslist en ekkert gerðist. Ég hélt þetta myndi aldrei verða að veruleika.“

Loksins, eitt kvöld fór hún að ræða við gamlan kærasta úr menntaskóla, Brad: „Við vorum að spjnalla og Brad sagði mér að hann elskaði konur með stór brjóst. Stærðin hefði alltaf verið mikið mál í samböndunum hans. Mér fannst þetta fullkomin opnun fyrir spjall um fullorðins brjóstagjöf til að sjá hvort hann hefði áhuga. Við reyndumst hafa sama áhuga á sambandinu og þetta var undraverð tenging á milli okkar sem aðeins brjóstagjöf getur haft í för með sér.“

Auglýsing

Sem betur fór, fyrir Jennifer, var Brad einstaklega hrifinn af hugmyndinni: „Það var eins og að kviknað hefði á ljósi í höfði hans. Ég gat merkt á rödd hans að hann var forvitinn og spenntur.“

Brad fór að kynna sér ABR og fljótlega urðu þau meira en bara vinir. Jen segir: „Ég vissi að ég hefði fundið mér lífsförunaut. Við vildum það sama og það varð dásamlegt.“

Þar sem Jennifer hafði ekki gefið brjóst í tvo áratugi hafði hún enga mjólk til að gefa Brad. Til að örva mjólkurframleiðslu þurfti hann að sjúga brjóstin á tveggja tíma fresti….rétt eins og ef hún hefði eignast barn.

Heimild: NYPost/DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!